Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. mars 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paratici: Ronaldo er framtíð Juventus
Hinn 36 ára gamli Ronaldo er markahæstur í Serie A með 23 mörk.
Hinn 36 ára gamli Ronaldo er markahæstur í Serie A með 23 mörk.
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, gefur lítið fyrir orðróminn sem segir Cristiano Ronaldo mögulega á förum aftur til Real Madrid í sumar.

Juventus keypti Ronaldo frá Madríd fyrir þremur árum en hefur ekki tekist að komast lengra en í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan.

„Cristiano er framtíð Juventus, það leikur enginn vafi á því. Það eru forréttindi að hafa Cristiano hjá félaginu. Við kunnum að meta hann og erum mjög ánægðir með að hafa þennan meistara innanborðs," sagði Paratici við Sky á Ítalíu.

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, sagði í gær að orðrómurinn sem segir Ronaldo vera á leið aftur til Madríd gæti verið sannur.

Juve hefur unnið ítölsku deildina níu ár í röð en nú gætu meistararnir loksins misstigið sig í ljósi þess að Inter er með tíu stiga forystu. Ronaldo er sagður þrá endurkomu í spænska boltann, þar sem honum líður best.
Athugasemdir
banner
banner
banner