Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. mars 2021 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG dæmt tap 3-0 en fer samt áfram - Mæta Söru Björk
Sara Björk leikur með Lyon.
Sara Björk leikur með Lyon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paris Saint-Germain er komið áfram í átta-liða úrslit Meistaradeildar kvenna þrátt fyrir að hafa verið dæmt 3-0 tap gegn Sparta Prag frá Tékklandi.

Síðari leikur liðanna átti að fara fram á morgun en honum hefur verið aflýst eftir að þrír leikmenn í herbúðum PSG greindust með kórónuveiruna.

Það þótti best í stöðunni að aflýsa þessum leik. PSG var með 5-0 forystu eftir fyrri leikinn.

PSG mun mæta Íslendingaliði Lyon í næstu umferð. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, leikur með Lyon sem er ríkjandi Evrópumeistari. Þessi tvö lið eiga í harðri baráttu um franska meistaratitilinn en í augnablikinu er PSG með eins stigs forystu á Lyon.

Það eru þrjú Íslendingalið eftir í keppninni; Bayern München, Lyon og Rosengård.

8-liða úrslitin
Chelsea - Wolfsburg
Barcelona - Man City
PSG - Lyon
Bayern München - Rosengard

Undanúrslit
Sparta Prague/PSG/Lyon - Barcelona/Man City
Bayern Munchen/Rosengard - Chelsea/Wolfsburg
Athugasemdir
banner
banner