Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. mars 2021 09:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Orri fékk höfuðhögg á landsliðsæfingu en er að snúa til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks og U21 árs landsliðsins, fékk höfuðhögg á æfingu U21 liðsins fyrr í þessum mánuði.

Róbert hefur ekki spilað með Blikum í Lengjubikarnum síðan en er farinn að æfa þó án þess að komast í snertingu við aðra leikmenn.

„Ég fékk olnbogaskot í andlitið, vel fast, á U21 æfingu, sagði Róbert Orri við Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Ég er búinn að vera æfa og alltaf meira og meira í 'no contact'. Ég mun byrja almennilega að æfa í þessari viku, geri ráð fyrir á miðvikudag eða fimmtudag," bætti hann við.

Ef marka má vefsíðu UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, þá verður Róbert Orri í hópnum þegar U21 árs landsliðið heldur til Ungverjalands í næstu viku.

Róbert verður nítján ára í næsta mánuði og spilar oftast sem miðvörður. Hann er örvfættur og getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Sjá einnig:
Segir Róbert geyma geit í skápnum sínum
Athugasemdir
banner
banner
banner