Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. mars 2021 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Rudiger: PSG og Tottenham vildu fá mig
Antonio Rüdiger
Antonio Rüdiger
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger segir að bæði Paris Saint-Germain og Tottenham vildu fá hann frá Chelsea síðasta haust en hann ákvað að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu.

Rüdiger var byrjunarliðsmaður hjá Chelsea fyrstu tvö tímabilin hjá félaginu eftir að hann kom frá Roma árið 2017 en þegar Frank Lampard tók við liðinu þá fór tækifærunum minnkandi.

Hann var fimmti kostur í varnarlínnu undir stjórn Lampard framan af en bæði Paris Saint-Germain og Tottenham vildu kaupa leikmanninn síðasta haust.

Lampard var rekinn frá Chelsea fyrr á þessu ári og tók Thomas Tuchel við liðinu en hann hefur verið að spila vel undir nýja stjóranum.

„Ég bjóst við ýmsu en ég sá þetta ekki fyrir að ég yrði ekki í hóp hjá Lampard. Ég sá það ekki fyrir en ég er með breitt bak. Það voru tvö lið sem vildu fá mig og ég var að íhuga það," sagði Rüdiger á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Atlético í dag.

„PSG vildi fá mig og svo vildi Jose Mourinho fá mig til Tottenham en það varð ekkert úr þessu. Ég var leiður því ég vissi að ég myndi ekki spila mikið en svo talaði ég vil Lampard sem var þá stjóri og var mættur aftur á bekkinn. Ég fékk nokkra leiki og vann mig aftur í liðið í síðustu leikjunum hjá Lampard. Núna ganga hlutirnir vel fyrir mig og ég er ánægður með það

„Mér hefur alltaf liðið vel hjá félaginu ef ég á að vera hreinskilinn og félagið hefur alltaf komið vel fram við mig og stjórnin sérstaklega. Það var ekki reynt að koma mér burt frá félaginu og Lampard gerði það ekki heldur. Mín félagaskipti gengu ekki upp og ekki lánssamningarnir heldur en það var heldur ekki reynt að bola mér út,"
sagði hann í lokin.

Staða leikmannsins er óljós. Hann verður samningslaus á næsta ári og þá gæti Tuchel keypt varnarmenn inn í liðið í sumar en Rüdiger hefur þó áhuga á að framlengja samning sinn við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner