Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. mars 2021 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar í viðræðum við félög - Verður seldur en lánaður til baka í Leikni
Nánast öll lið í deildinn vilja fá Sævar Atla
Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon virðist vera á leið frá Leikni Reyjavík. Sævar er tvítugur sóknarmaður sem var í liði ársins þegar lið hans endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar.

Sævar, sem er fyrirliði Leiknis, skoraði þrettán mörk í tuttugu leikjum í fyrra og í síðustu viku var greint frá því að Breiðablik og fleiri félög hefðu áhuga á Sævari.

Samningur Sævars rennur út um áramótin og getur hann því skrifað undir hjá nýju liði, án þess að Leiknir fái krónu fyrir hann, um mánaðarmótin júní/júlí.

Staða Sævars var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Elvar Geir Magnússon, meðlimur í stjórn Leiknis, ræddi um stöðu Sævars.

„Sævar Atli verður áfram en verður seldur og lánaður til baka. Hann verður með Leikni í sumar, það eru þær kröfur sem Leiknismenn gera," sagði Elvar. Það er það sama og Leiknismenn gerðu í stöðu Vuk Oskars Dimitrijevic á síðasta ári þegar FH keypti hann og lánaði svo til baka.

„Nánast öll lið í deildinn vilja fá Sævar Atla, það er ekki flóknara en það og eru tilboð frá flestum félögum mætt á borð Leiknismanna. Tilboðum tekið og hann ræður því svo sjálfur, hann er núna að ræða við félög, funda með mönnum og skoða hvað er best fyrir sig," bætti Elvar við.

Sævar hefur leikið fantavel á undirbúningstímabilinu og æfði á dögunum með U21 árs landsliðinu þegar leikmenn á Íslandi æfðu saman.
Útvarpsþátturinn - Gluggadómar og enskt hringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner