Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. mars 2021 15:27
Elvar Geir Magnússon
Setja Van de Beek á lista yfir verstu kaup Man Utd
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek hefur lítið fengið að spila með Manchester United síðan hann var keyptur frá Ajax í fyrra. Sagan segir að hann muni ræða við framkvæmdastjórann Ed Woodward um stöðu sína.

Mirror hefur sett Van de Beek á lista yfir tíu verstu kaup Manchester United síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Þar er hollenski miðjumaðurinn sagður hafa verið á röngum stað á röngum tíma, sérstaklega í ljósi þess að Bruno Fernandes hafi komið til félagsins aðeins átta mánuðum áður.

Talið er mögulegt að vera Van de Beek á Old Trafford gæti orðið ansi stutt og hann jafnvel seldur annað eftir tímabilið.

Hinir níu á lista Mirror eru Eric Djemba-Djemba, Kleberson, Radamel Falcao, Bebe, Angel Di Maria, Mame Biram Diouf,
Massimo Taibi, Alexis Sanchez og Gabriel Obertan.

Smelltu hér til að sjá lista Mirror
Athugasemdir
banner
banner