Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. mars 2021 11:45
Elvar Geir Magnússon
Skilur ekki af hverju víti var ekki dæmt á Liverpool
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann sigur gegn Úlfunum í gær en Diogo Jota skoraði eina mark leiksins.

Jamie Carragher segist ekki hafa trúað því þegar Craig Pawson dómari dæmdi ekki vítaspyrnu á Liverpool strax í upphafi leiksins.

Alisson markvörður missti boltann frá sér og keyrði svo í Nelson Semedo. Carragher segir Liverpool hafa verið heppið að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Áttu Úlfarnir að fá vítaspyrnu gegn Liverpool?

„Já þetta var vítaspyrna. Ég veit ekki hvort vítadómurinn í leik Arsenal og Tottenham frá því deginum áður hafi haft áhrif á dómarann," segir Carragher.

„Kannski hugsaði dómarinn að ef hann myndi dæma víti þá yrði það að vera 100% víti, sérstaklega svona snemma leiks. En að mínu mati er þetta víti og Liverpool var heppið. Ég trúi ekki að vítaspyrna hafi ekki verið dæmd."
Athugasemdir
banner
banner
banner