Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. mars 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stressið kemur þegar fer að vora
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Bielsa er elskaður af stuðningsmönnum Liverpool.
Bielsa er elskaður af stuðningsmönnum Liverpool.
Mynd: Getty Images
Leeds er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Leeds er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
'Bielsa leggur mikið upp úr taktík, leikgreningu á andstæðingum og líkamlegu standi leikmanna.'
'Bielsa leggur mikið upp úr taktík, leikgreningu á andstæðingum og líkamlegu standi leikmanna.'
Mynd: Getty Images
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Máni Pétursson og Agnar Þór Hilmarsson.
Mynd: Aðsend
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er elskaður og dýrkaður af stuðningsmönnum Leeds.

Bielsa, eða 'El Loco' eins og hann er stundum kallaður, tók óvænt við sem knattspyrnustjóri Leeds fyrir tveimur árum síðan. Hann kom Leeds næstum því upp og í annarri tilraun tókst honum ætlunarverk sitt. Leeds er núna í fyrsta sinn í 16 ár í ensku úrvalsdeildinni og situr liðið í 12. sæti þegar þessi frétt er skrifuð.

Stuðningsmenn elska hann og það skiljanlega. Hann kom Leeds upp og er að spila skemmtilegan sóknarbolta. Hann er líka maður fólksins; býr ekki á meðal ríka fólksins og keyrir um á Volkswagen Polo. Hann lét einnig leikmenn sína tína rusl í meira en þrjá tíma til að sýna þeim hversu mikið stuðningsmenn leggja á sig til að sjá leiki liðsins.

Bielsa hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum og þótt hann hafi ekki unnið marga titla, þá hefur hann veitt gríðarlega mörgum innblástur; stjórum eins og til dæmis Pep Guardiola, Mauricio Pochettino og Diego Simeone. Hann gerir miklar kröfur á leikmenn sína og leikmenn þurfa að vera 'all-in' til að geta spilað fyrir hann.

„Hann virðist vera fallinn fyrir Englandi. Hann hefur fallið fyrir þessari ástríðu í fótboltanum á Englandi. Ástríðan fyrir fótbolta þar er annars staðar en í heiminum, öll félög á Englandi líta á sig sem stór félög þar sem stoltið er svo mikið. Hann virðist algjörlega fallinn fyrir því," sagði Máni Pétursson í hlaðvarpsþættinum "enski boltinn" í gær þar sem rætt var ítarlega um Leeds.

Agnar Þór Hilmarsson, stjórnarmaður í Leeds klúbbnum, segir að það hafi kominn ákveðinn agi með Bielsa en það kemur líka stress með honum þar sem hann semur alltaf bara í eitt og eitt ár í senn.

„Þetta er þriðja árið í röð þar sem maður er byrjaður að vera stressaður þegar fer að vora því maður veit ekkert hvað tekur við," sagði Agnar en þeir vonast auðvitað til þess að hann verði áfram með liðið. Það sé komið gott skipulag á félagið með góðan eiganda, öflugan yfirmann knattspyrnumála og einn besta þjálfara í heimi.

Fótboltinn hans Bielsa
Bielsea hefur sérstakar aðferðir og aðhyllist stórskemmtilegan leikstíl. Hann leggur mikið upp úr taktík, leikgreningu á andstæðingum og líkamlegu standi leikmanna. Menn verða að geta hlaupið. Bielsa segir að ef leikmenn væru vélar þá myndi hann aldrei tapa.

Bielsa vill að sitt lið haldi boltanum, og þegar hann tapast þá er spiluð hápressa til að vinna hann aftur. Til að þetta gangi upp þurfa leikmenn að vera í toppformi. Það er æft vel á milli leikja.

„Þú myndir alltaf útskýra þennan fótbolta sem 'high intensity' fótbolta. Það er krafan um gríðarlega mikið af hlaupum. Þetta er ekki ólíkt því sem Lars Lagerbäck lagði upp með íslenska landsliðið; þú tapar ekki einvíginu einn á einn. Hann vill hafa þannig kantmenn sem geta farið á menn. Raphinha er gott dæmi um þannig leikmann. Allt uppspil og allt hlaup hjá Leeds er útúrstrúkterað," sagði Máni.

„Hann er sá stjóri sem byrjar með það kerfi að spila upp með engan framherja. Þetta höfum við stundum séð Pep Guardiola gera. Þá er hann búinn að lesa andstæðinginn og sér að hann þarf engan framherja. Þetta er 'high intensity' fótbolta þar sem þú vilt pressa hátt og þú vilt vinna boltann hátt."

„Þú getur oft séð færslur og hreyfingar á leikmönnum sem eru vel planaðar," sagði Agnar. „Menn vita hvaða leikmenn þeir eiga að 'backa up' og inn í hvaða svæði þeir eiga að stíga, bæði í pressu og með bolta. Menn eiga að hlaupa, það er enginn sem er í fríi og að bíða upp á topp."

„Þetta gengur ótrúlega mikið upp á að þú haldir bolta, Leeds er ekki með mannskap til þess en eru samt í fjórða sæti yfir hvaða lið heldur boltanum mest í deildinni," sagði Máni og bætti við:

„Það er góð saga af því þegar hann vinnur sigur gegn Sir Alex Ferugson með Athletic Bilbao á Old Trafford. Þá gengur Ferguson til hans og segir: 'Ég vissi að þú myndir vinna þennan leik'."

Þá var það vegna þess að Bilbao var að æfa uppspil á leikdegi, til að undirbúa það í hvaða svæði liðið myndi spila í. „Þetta fannst Ferguson magnað, þetta væri ekki hægt að bjóða öllum leikmönnum. Þú þarft að vera með ákveðinn leikmannahóp sem er tilbúinn að vinna svona."

Fótbolti sem listgrein
Titlaskápurinn hjá Argentínumanninum er ekki risastór en það virðist ekki skipta miklu máli fyrir hann.

„Það er kominn titill, við skulum ekki gera lítið úr honum," sagði Agnar léttur og átti þar við sigurinn í Championship-deildinni í fyrra.

„Menn halda að það sé ekki málið. Það hefur verið sagt um Bielsa að ef Leeds eigendurnir ætluðu sér að vinna titla, að þá myndi hann segja: 'Ég nenni þessu ekki'. Fótboltinn fyrir honum er meira eitthvað eins og listgrein en eitthvað annað," sagði Máni.

„Þegar þú stillir inn, þá ertu nánast undantekningarlaust að stilla inn á 90 mínútna fótboltaveislu," sagði Agnar.

„Maður er eiginlega kominn með magasár yfir þessu," sagði Máni og bætti við: „Þú ert alltaf með áhyggjur, ég get ekki beðið eftir því að við tryggjum sæti okkar í deildinni. Ef við vinnum Fulham þá held ég að það sé komið."

Hér að neðan má hlusta á þátt vikunnar en þar var meira rætt um Leeds og enska boltann. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.

Sjá einnig:
'El Loco' og fleiri koma Leeds á réttan stað eftir 16 stormasöm ár
Enski boltinn - Bielsa er maður fólksins í Leeds
Athugasemdir
banner
banner