Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. mars 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Tekur ekki fyrirliðabandið af Aubameyang
Pierre Emerick Aubameyang horfir á leikinn gegn Tottenham.
Pierre Emerick Aubameyang horfir á leikinn gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar að halda Pierre-Emerick Aubameyang sem fyrirliða þrátt fyrir agabrot hans um helgina.

Aubameyang var tekinn úr liðinu fyrir sigur gegn Tottenham eftir að hann mætti of seint á liðsfund fyrir leikinn.

Aubameyang virkaði mjög pirraður á bekknum og brunaði beint heim eftir leikinn, sem Arsenal vann 2-1.

The Sun segir að Arteta vilji ekki fara með málið lengra, hann telji að því sé lokið. Vangaveltur hafa verið í gangi um hvort sóknarmaðurinn gæti verið sviptur fyrirliðabandinu en það verður ekki.

„Þetta er risastór ákvörðun frá Arteta, þetta er grannaslagurinn. Leikur gegn Tottenham, erkifjendunum, montrétturinn í húfi, barátta um Evrópusæti... það er ýmislegt til að huga að þegar svona ákvörðun er tekin," segir Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United.

„En Arteta horfir á stóru myndina. Hann þarf að senda skilaboð í hópinn og gera það rétta. Fyrirliðinn var seinn og þurfti að vera á bekknum eins og aðrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner