Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. apríl 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Æfingaleikir: Breiðablik burstaði Fjölni - Stjarnan lagði Víking Ó.
Gísli Eyjólfs og Arnþór Ari skoruðu báðir gegn Fjölni.
Gísli Eyjólfs og Arnþór Ari skoruðu báðir gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti skoraði gegn uppeldisfélaginu Víkingi Ólafsvík.
Brynjar Gauti skoraði gegn uppeldisfélaginu Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Breiðablik burstaði Fjölni 6-1 í æfingaleik sem fór fram í Egilshöll í gær. Völlurinn í Egilshöll var vökvaður fyrir leik en Fjölnismenn ætla að spila fyrsta heimaleiks inn í Pepsi-deildinni þar gegn KA.

Fjölnir komst yfir snemma leiks en Breiðablik raðaði síðan inn mörkunum.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fékk höfuðhögg þegar Fjölnir skoraði snemma leiks og þurfti að fara af velli. Hann segir meiðslin þó ekki alvarleg. „Takk fyrir góðar kveðjur. Tek Lýsi í fyrramálið og mæti svo æfingu💪🏻. #takkDamir," sagði Gulli á Twitter í gær.

Fjölnir mætir Fylki í lokaæfingaleik fyrir Pepsi-deildina um næstu helgi á meðan Breiðablik heimsækir Grindavík.

Á laugardaginn vann Stjarnan einnig Víking Ólafsvík 3-1 í æfingaleik á Campoamor á Spáni. Báðir markaskorarar Stjörnunnar í leiknum hafa leikið með Víkingi Ólafsvík á ferli sínum.

Stjarnan er ennþá úti á Spáni en liðið mætir Keflavík í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 27. apríl.

Fjölnir 1 - 6 Breiðablik
1-0 Sjálfsmark ('2)
1-1 Aron Bjarnason ('20)'
1-2 Alexander Helgi Sigurðarson ('28)
1-3 Arnþór Ari Atlason ('67)
1-4 Gísli Eyjolfsson ('75)
1-5 Willum Þór Willumsson ('80)
1-6 Willum Þór Willumsson ('90)

Stjarnan 3 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('8)
1-1 Kwame Quee ('9)
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('53)
3-1 Brynjar Gauti Guðjónsson

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner