banner
   mán 16. apríl 2018 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Mikill VAR ruglingur er Mainz vann
Dómarinn kallaði leikmenn til baka úr leikhléi.
Dómarinn kallaði leikmenn til baka úr leikhléi.
Mynd: Getty Images
Mainz 2 - 0 Freiburg
1-0 Pablo De Blasis ('45 , víti)
2-0 Pablo De Blasis ('78 )

Pablo De Blasis skoraði bæði mörk Mainz er liðið lagði Freiburg að velli í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, eða hvað? Nei, hann var ekki markalaus. Mikill VAR (myndbandsdómgæsla) ruglingur átti sér stað undir lok fyrri hálfleiksins nefnilega.

Undir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað vafaatriði þegar boltinn virtist fara í hendi Marc-Oliver Kempf, varnarmann Freiburg. Dómarinn dæmdi ekki strax og flautaði til hálfleiks. Leikmennirnir gengu til búningsklefa en voru nokkrum mínútum síðar kallaðir aftur út eftir að atvikið hafði verið skoðað á myndbandsupptökum.

Vítaspyrna var tekin og skoraði De Blasis úr henni. Leikmenn fóru aftur inn í búningsklefa eftir það. Ansi skrautlegt.

Í seinni hálfleiknum bætti De Blasis við marki og sigur Mainz staðreynd. Þetta eru mikilvæg þrjú stig fyrir Mainz sem kemst upp fyrir Freiburg í 15. sæti deildarinnar. Bæði lið eru með 30 stig en Freiburg er með verri markatölu í 16. sæti.

Liðið sem endar í 16. sætinu þarf að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Sjá einnig:
Engin myndbandsdómgæsla í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur



Athugasemdir
banner
banner
banner