Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. apríl 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Meistaraspáin - Hvað gerir United í Barcelona?
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld með tveimur leikjum. Hefjast leikirnir báðir klukkan 19:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Óli Stefán Flóventsson:

Barcelona 2 - 1 Manchester United
Ég er nokkuð viss um að Barca vinnur þennan leik heima. Katalónarnir hafa ekkert mikið verið í því að tapa fótboltaleikjum, hvað þá á heimavelli. Suarez og Messi koma Börsungum í 2-0 en Lukaku svarar með marki undir lok leiksins.

Juventus 1 - 0 Ajax
Ótrúlega skemmtileg viðureign þarna eftir 1-1 leik í Amsterdam. Ajax er með ótrúlega gott lið og hafa komið skemmtilega á óvart. Juve er hinsvegar á heimavelli og þar liggur munurinn í þetta sinn. Ég ætla að segja að Big game Ron skori 1-0 snemma og þannig enda leikar.

Ágúst Þór Gylfason:

Barcelona 0 - 0 Manchester United
Mikið er talað um hvort að leikmenn Man Utd takist það ótrúlega að leika sama leikinn og þeir gerðu á móti PSG? Ole Gunnar reynir að telja leikmönnum trú að möguleikinn sé fyrir hendi. Barcelona mun stjórna leiknum eins og þeir gera í flestum leikjum en ná ekki að koma boltanum framhjá De Gea sem spilar sinn besta leik. Því miður fyrir Man Utd munu þeir ekki ógna marki Barca mikið í þessum leik og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Juventus 1 - 1 Ajax
Það væri svo geggjað að sjá Ajax fara alla leið og ég tel að þeir geti það. Samt sem áður ætla ég að segja að þessi leikur muni enda í framlengingu og vítakeppni þar sem Juventus hefur yfirhöndina og fer áfram. Magnþrungin spenna.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalasteinn Ásgeirsson:

Barcelona 2 - 1 Manchester United
Það er mjög erfitt að ráða í þennan seinni leik. United nær ekki að koma aftur til baka gegn svona sterku liði, er það nokkuð? Ég held að staðan verði jöfn þegar lítið er eftir. United mun bæta mönnum í sóknina og Barcelona gerir þá út um þetta. Messi og Suarez skora mörkin fyrir Barcelona.

Juventus 3 - 1 Ajax
Ronaldo gerir gæfumuninn, eins og svo oft áður. Maður hefur heillast mjög af þessu Ajax liði. Þeir eru óhræddir og þeir eiga eftir að gefa Juventus leik. Ítalíumeistararnir reynast hins vegar aðeins og sterkir. Þeir eru til alls líklegir í þessari keppni. Öskubuskuævintýri Ajax tekur enda.

Staðan í heildarkeppninni:
Gústi Gylfa - 14 stig
Óli Stefán - 11 stig
Fótbolti.net - 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner