Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 16. apríl 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Jong: Áttum að vinna stærra
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong, miðjumaður Ajax, var hress eftir sigurinn á Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Ajax er í fyrsta sinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar frá 1997 og mætir þar annað hvort Manchester City eða Tottenham.

De Jong er einn af máttarstólpunum í liði Ajax, sem spilar mjög aðlaðandi fótbolta. Hann segir að Ajax hefði átt að vinna stærri sigur í kvöld. Leikurinn endaði 2-1.

„Þeir voru aðeins betri í fyrri hálfleiknum og áttu skilið að komast yfir. En að undanskildum fyrstu fimm mínútum þá vorum við með yfirburði í seinni hálfleik. Við áttum sigurinn skilið og hefðum örugglega átt að vinna stærra."

De Jong er búinn að samþykkja félagaskipti til Barcelona í sumar og líklegt þykir að liðsfélagi hans, Matthijs de Ligt, geri það líka.

Sjá einnig:
De Ligt: Var ekki fæddur síðast þegar við fórum í undanúrslit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner