Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. apríl 2019 09:43
Elvar Geir Magnússon
Formleg kvörtun frá Barnsley eftir hnefahögg Barton
Joey Barton ætlar aldrei að læra.
Joey Barton ætlar aldrei að læra.
Mynd: Getty Images
Barnsley hefur staðfest að félagið hefur opinberlega kvartað til yfirmanna ensku deildakeppninnar eftir að stjóri liðsins, Daniel Stendel, varð fyrir árás frá Joey Barton, stjóra Fleetwood.

Orðaskipti urðu á milli stjóranna eftir viðureign liðanna í ensku C-deildinni síðasta laugardag. Enduðu þau með því að Barton lét hnefana tala og skildi Stendel eftir blóðugan í framan.

Eftir atvikið bannaði lögreglan Barton að yfirgefa leikvanginn og tekin var skýrsla. Lögreglan hefur þegar rætt við Stendel.

Stendel þurfti að fara í skyndi til tannlæknis eftir höggin frá Barton en framtennur hans eru sagðar hafa skaddast.

Lögreglan mun halda áfram rannsókn málsins en Barton hefur oft á ferli sínum sem leikmaður misst stjórn á skapi sínu.




Athugasemdir
banner
banner
banner