þri 16. apríl 2019 09:59
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Barcelona og Man Utd
Scott McTominay var mjög öflugur í fyrri leiknum.
Scott McTominay var mjög öflugur í fyrri leiknum.
Mynd: Getty Images
Barcelona er í góðri stöðu gegn Manchester United eftir 1-0 útisigur á Old Trafford. Liðin mætast í kvöld á Nývangi í seinni viðureign liðanna, klukkan 19:00.

Sigur United gegn Paris St-Germain í síðustu umferð keppninnar sýnir að þessu einvígi gegn Barcelona er ekki lokið, sama þó Börsungar séu með Lionel Messi í sínum röðum.

Barcelona hvíldi fjölmarga lykilmenn í leik gegn Huesca um síðustu helgi. Þar á meðal Messi, Luis Suares, Sergio Busquets og Jordi Alba.

Það eru engin meiðslavandræði hjá Spánarmeisturunum. Ousmane Dembele er kominn úr meiðslum og lék 67 mínútur gegn Huesca.

Hjá Manchester United er Luke Shaw í leikbanni og Nemanja Matic, Alexis Sanchez og Ander Herrera tæpir.
Injuries: Nemanja Matic (doubtful), Alexis Sanchez (doubtful), Ander Herrera (doubtful).

Líkleg byrjunarlið:

Barcelona: Marc-Andre ter Stegen; Semedo, Pique, Lenglet, Alba; Busquets, Sergi Roberto, Ivan Rakitic, Arthur Melo; Messi, Suarez

Manchester United: David de Gea, Dalot, Chris Smalling, Victor Lindelof, Ashley Young, Scott McTominay, Fred, Paul Pogba, Jesse Lingard; Romelu Lukaku, Marcus Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner