Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 16. apríl 2019 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Leikur einn fyrir Barcelona - Ajax er frábært lið
Messi áfram - Ronaldo úr leik
Geggjaður.
Geggjaður.
Mynd: Getty Images
Ekki kvöldið hans.
Ekki kvöldið hans.
Mynd: Getty Images
Barcelona mætir annað hvort Liverpool eða Porto.
Barcelona mætir annað hvort Liverpool eða Porto.
Mynd: Getty Images
Frábært lið.
Frábært lið.
Mynd: Getty Images
Fyrri tvö liðin í undanúrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona og Ajax frá Hollandi.

Barcelona fór auðveldlega í gegnum Manchester United. United byrjaði reyndar vel á Nývangi og átti Marcus Rashford skot sem fór í slána á upphafsmínútunum. Eftir það tók Barcelona öll völd.

Felix Brych, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu fyrir Barcelona sem var skoðuð með VAR og þá kom í ljós að ekki var um vítaspyrnu að ræða. Stuttu eftir það kom fyrsta mark leiksins. Lionel Messi skoraði það eftir að Ashley Young hafði misst boltann klaufalega.

Messi kom Börsungum yfir á 16. mínútu og hann skoraði aftur á 20. mínútu. Þá skoraði hann eftir skelfileg mistök David de Gea í marki United.

Páskagjöf frá leikmönnum Manchester United til eins besta fótboltamanns allra tíma.

Staðan var 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum gerði Manchester United lítið. Philippe Coutinho skoraði þriðja mark Barcelona á 61. mínútu og þar við sat. Markið hjá Coutinho var glæsilegt, hann smellhitti boltann fyrir utan teig.

Barcelona mætir annað hvort Porto eða Liverpool í undanúrslitunum. United er úr leik.


Öskubuskuævintýri Ajax heldur áfram
Í hinni viðureign kvöldsins voru heldur betur óvænt tíðindi þegar Ajax sló út Ítalíumeistara Juventus. Cristiano Ronaldo vinnur ekki Meistaradeildina fjórða árið í röð.

Ronaldo kom reyndar Juventus yfir í leiknum áður en miðjumaðurinn Donny van de Beek jafnaði fyrir Ajax. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Á 67. mínútu skoraði varnarmaðurinn Matthijs de Ligt, sem er líklega á leið til Barcelona eftir tímabilið, með skalla eftir hornspyrnu. Juventus náði ekki að svara þessu og Ajax vann einvígið samanlagt 3-2.

Magnaður árangur hjá þessu frábæra liði. Juventus, sem margir höfðu talið líklegasta liðið til að vinna keppnina, er úr leik. Ajax er komið í undanúrslit og mætir þar annað hvort Tottenham eða Manchester City.

Það er ekki hægt að vanmeta þetta Ajax-lið, ekki lengur.


Juventus 1 - 2 Ajax (2-3)
1-0 Cristiano Ronaldo ('28 )
1-1 Donny van de Beek ('34 )
1-2 Matthijs de Ligt ('67 )

Barcelona 3 - 0 Manchester Utd (4-0)
1-0 Lionel Andres Messi ('16 )
2-0 Lionel Andres Messi ('20 )
3-0 Philippe Coutinho ('61 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner