Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. apríl 2019 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Níu leikmenn Ajax tóku þátt í leiknum gegn United 2017
Frábært lið.
Frábært lið.
Mynd: Getty Images
Daley Blind og Kasper Dolberg.
Daley Blind og Kasper Dolberg.
Mynd: Getty Images
Í ljósi úrslita kvöldsins í Meistaradeildinni er gaman að líta aðeins til baka, til ársins 2017 þegar Manchester United vann Ajax í úrsitaleik Evrópudeildarinnar.

United vann 2-0 í Stokkhólmi á mörkum frá Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan.

Í byrjunarliði Ajax þetta kvöld voru fimm leikmenn sem byrjuðu í kvöld í 2-1 sigri Juventus. Í hjarta varnarinnar var 17 ára gamall Matthijs de Ligt. Hann var fyrirliði Ajax í kvöld og skoraði sigurmarkið.

Markvörðurinn Andre Onana var í markinu 2017 og þá byrjuðu einnig Joel Veltman, Lasse Schöne og Hakim Ziyech. Þeir byrjuðu allir í kvöld.

Allir varamennirnir sem komu inn á í Stokkhólmi voru einnig í byrjunarliðinu í kvöld. Það voru Frenkie de Jong, sem er á leið til Barcelona í sumar, David Neres og Donny van de Beek. Sá síðastnefndi skoraði fyrra mark Ajax í Tórínó í kvöld.

Ajax hefur náð að halda góðum leikmönnum frá þessum leik gegn United og byggt upp mjög gott lið.

Þess má geta að Ajax fékk Daley Blind frá Man Utd síðasta sumar. Blind lék í leiknum 2017. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Ajax á leiktíðinni. Þá tæknilega séð tóku níu leikmenn Ajax þátt í leiknum 2017.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu, hvort Ajax nær að komast lengra og hvað svo gerist í sumar. Nær Ajax að halda sínum mönnum? Það er nú þegar ljóst að Frenkie de Jong er á förum til Barcelona og líklegt er að De Ligt fari þangað einnig. Það yrði mikil blóðtaka fyrir hollenska félagið.

Byrjunarliðin 2017:

Ajax: Onana, Veltman, Sanchez, De Ligt, Riedewald (De Jong), Klaassen, Schöne (Van de Beek), Ziyech, Traore, Dolberg (Neres), Younes.

Man Utd: Romero, Valencia, Smalling, Blind, Darmian, Herrera, Pogba, Mata (Rooney), Fellaini, Mkhitaryan (Lingard), Rashford (Martial).

Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner