þri 16. apríl 2019 15:28
Elvar Geir Magnússon
Scholes braut veðmálareglur
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið ákærður fyrir brot um veðmálareglur.

Enska knattspyrnusambandið er með strangar reglur varðandi veðmál á fótboltaleiki sem ná til leikmanna, knattspyrnustjóra, umboðsmanna og fleiri aðila sem tengjast í leiknum.

Scholes er meðeigandi fótboltafélagsins Salford City ásamt vinum sínum sem gerðu garðinn frægan hjá Manchester United.

Hann er sakaður um 140 veðmál á fótboltaleiki yfir fjögurra ára tímabil, milli ágúst 2015 og janúar 2019.

Scholes var stjóri Oldham en entist aðeins 31 dag í starfi. Hann hefur starfað sem sparkspekingur í sjónvarpi.

Búist er við því að refsing hans fyrir veðmálabrotin verði í formi sektar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner