Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi Orra óánægður með að Moyes haldi ekki áfram með West Ham
Moyes verður ekki áfram með West Ham.
Moyes verður ekki áfram með West Ham.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Orrason, einn harðasti West Ham stuðningsmaður landsins og fyrrum dómari, er óánægður með að David Moyes verði ekki áfram við stjórnvölinn á næsta tímabili.

Moyes tók við West Ham af Slaven Bilic í nóvember og skilaði liðinu í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er óánægður með að David Moyes hafi ekki fengið að halda áfram og fá tækifæri til þess að byggja upp liðið á "sínum eigin leikmönnum". Í mínum huga bera núverandi eigendur félagsins meiri ábyrgð á vandræðum þess heldur en tveir síðustu framkvæmdastjórarnir," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

Stjóraleit er nú hafin hjá West Ham en hvern vill Gylfi fá í stjórastólinn fyrir næsta tímabil?

„Varðandi nýjan stjóra þá hef ég engan áhuga á því að fá Allardyce, Warnock, Pulis eða svoleiðis týpur til þess að stýra liðinu."

„Mér skilst reyndar eftir áreiðanlegum West Ham bloggara úti í Englandi að West Ham sé þegar búið að ræða við Paulo Fonseca, framkvæmdastjóra Shakhtar Donetsk. Mér skilst að Shakhtar hafi unnið alla titla í Ukraínu undanfarin þrjú ár eða svo, þannig að þar er varla á ferð neinn veifiskati."

Athugasemdir
banner
banner
banner