mið 16. maí 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
HM hópur Svía: Enginn Zlatan
Zlatan fer ekki á HM.
Zlatan fer ekki á HM.
Mynd: Getty Images
Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía, hefur tilkynnt 23 manna hópinn fyrir HM í Rússlandi í sumar.

Eins og búist var við þá er Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy, ekki í hópnum.

Victr Lindelöf, varnarmaður Manchester United, er á sínum stað en þar má einnig finna fleiri leikmenn sem spila á Englandi.

Svíar eru í F-riðli á HM með Þýskalandi, Mexíkó og Suður-Kóreu. Á meðan á HM stendur verða Svíar með aðsetur í Gelendzhik en það er sama borg og íslenska landsliðið dvelur í.

Markverðir: Robin Olsen (Copenhagen), Karl-Johan Johnsson (Guingamp), Kristoffer Nordfeldt (Swansea).

Varnarmenn: Mikael Lustig (Celtic), Victor Lindelof (Manchester United), Andreas Granqvist (Krasnador), Martin Olsson (Swansea), Ludwig Augustinsson (Werder Bremen), Filip Helander, Emil Krafth (báðir Bologna), Pontus Jansson (Leeds United).

Miðjumenn: Sebastian Larsson (Hull), Albin Ekdal (Hamburg), Emil Forsberg (RB Leipzig), Gustav Svensson (Seattle Sounders), Oscar Hiljemark (Genoa), Viktor Claesson (Krasnador), Marcus Rohden (Crotone), Jimmy Durmaz (Toulouse).

Framherjar: Marcus Berg (Al Ain), John Guidetti (Alaves), Ola Toivonen (Toulouse), Isaac Kiese Thelin (Waasland-Beveren)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner