mið 16. maí 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Knattspyrnusérfræðingar ásakaðir um að kaupa fylgjendur
Robbie Savage er ásakaður um að hafa keypt fylgjendur.
Robbie Savage er ásakaður um að hafa keypt fylgjendur.
Mynd: Getty Images
Þrír vel þekktir knattspyrnusérfræðingar á Englandi hafa verið ásakaðir um að kaupa sér fylgjendur á Twitter.

Ásakendurnir eru notendur Twitter og fjölmiðlar sem komust að því að mennirnir þrír eru með helling af fylgjendum sem virðast ekki vera raunverulegt fólk.

Robbie Savage er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag fyrir BBC og BT Sport. Hann er partur af teymi BBC sem fer til Rússlands í sumar.

Savage er með 1.7 milljón fylgjenda, en samkvæmt vefsíðu Twitter Audit eru næstum 700 þúsund þeirra tölvuforrit frekar en alvöru manneskjur.

Jake Humphrey starfar fyrir BT Sport og er með 927 þúsund fylgjendur, en tæplega 320 þúsund þeirra eru forrit. Dan Walker, hjá BBC, er með 500 þúsund fylgjendur og er fjórðungur þeirra falskur.

Engar sannanir eru fyrir því að mennirnir hafi keypt sér fylgjendur, enda eru flestir á Twitter með falska aðganga sem fylgjendur. Hlutfallið hjá þeim þremur er þó talsvert hærra en hjá öðrum.

Rannsókn New York Times á dögunum leiddi í ljós að það eru til fyrirtæki sem selja fylgjendur á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner