Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 16. maí 2019 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnór Daði framlengir við Fram
Arnór Daði í leik með Fram síðasta sumar.
Arnór Daði í leik með Fram síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Daði Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við Fram til tveggja áram

Arnór Daði stundar nám við háskóla í Bandaríkjunum en hann mun leika með Framliðinu í sumar þangað til hann fer aftur út.

„Það er skammt stórra högga á milli hjá okkur þessa dagana enn bætist okkur gríðarlegur liðsauki nú hefur Arnór Daði Aðalseinsson skrifað undir tveggja ára samning við okkur Framara. En hann er í háskólaskóla í USA og munum við Framara njóta hans krafta á meðan á sumardvöl hérlendis stendur. Það er sannarlega mikið fagnaðar efnin á fá alla þessa uppöldu Framara heim til að styrkja okkar lið," segir í tilkynningu frá Fram.

Arnór Daði sem er fæddur árið 1997 hefur leikið 47 leiki með Fram í meistaraflokki en hann lék sinn fyrsta leik með félaginu sumarið 2015.

Fram mætir Haukum í 3. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld. Arnór hefur ekkert komið við sögu hjá Fram í sumar en hann gæti spilað sinn fyrsta leik í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner