Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. maí 2019 17:15
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó kveður Werder Bremen
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Sóknarleikmaðurinn Aron Jóhannsson er að kveðja þýska félagið Werder Bremen. Hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá liðinu þar sem hann var mikið á meiðslalistanum.

Aron hef­ur ekkert náð að spila með Bremen á tíma­bil­inu en á síðustu leiktíð lék hann tólf leiki í þýsku deildinni og skoraði í þeim eitt mark.

Aron, sem sló í gegn hjá Fjölni í Grafarvogi á sínum tíma, hefur verið hjá Bremen síðan 2015 þegar hann kom frá AZ Alkmaar.

Hann lék með bandaríkjunum á HM 2014 í Brasilíu.

Ekki er vitað hvað næsta skref Arons verður en hann er 28 ára.

Werder Bremen er í 9. sæti þýsku deildarinnar en Aron verður kvaddur í lokaumferðinni á laugardag þar sem Bremen á leik gegn RB Leipzig.



Athugasemdir
banner
banner