fim 16. maí 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferðuðust til Grikklands til að hitta Aron
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ákvað að skella sér til Grikklands í frí eftir að ensku úrvalsdeildinni lauk.

Aron spilaði kveðjuleik sinn með Cardiff um síðustu helgi þegar Cardiff vann Manchester United 2-0. Aron er á leið til Al Arabi í Katar í sumar.

Sjá einnig:
Aron kveður Cardiff eftir átta ár: Sætt að enda þetta svona

Eftir leikinn fór Aron til Mykonos, sem er grísk eyja. Hann fór þangað með eiginkonu sinni Kristbjörgu Jónasdóttur. Á Instagram skrifar Kristbjörg að ferðin hafi verið afmælisferð fyrir Aron sem átti afmæli í síðasta mánuði.

Aron fékk óvænta heimsókn í ferðinni því nokkrir af hans fyrrum liðsfélögum hans hjá Cardiff komu honum á óvart. Þeir ferðuðust til Grikklands til þess að hitta Aron þar.

Það er ljóst að Arons verður sárt saknað í Cardiff en hann hefur verið þar undanfarin átta ár.

Wales Online fjallaði um þessa óvæntu heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner