fim 16. maí 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Guðmundur Andri fluttur á sjúkrahús eftir leikinn í gær
Guðmundur Andri í leik með KR.
Guðmundur Andri í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Guðmundur Andri Tryggvason þurfti að fara af velli á 58. mínútu í sínum fyrsta leik með Víkingi R. í gær þegar liðið tapaði 4-3 gegn Stjörnunni í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Guðmundur Andri fékk högg á gagnaugað og þurfti að fara af velli í kjölfarið. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús í kjölfarið til skoðunar.

„Ég er góður í dag. Ég fékk jákvæðar fréttir frá læknunum. Ég fékk högg á gagnaugað og sá bara svart í nokkrar sekúndur og varð síðan flögurt í kjölfarið," sagði Guðmundur Andri aðspurður út í atvikið.

Guðmundur var lánaður til Víkings frá norska félaginu Start á dögunum.

Víkingur R. er með tvö stig að loknum fjórum umferðum í Pepsi Max-deildinni en liðið mætir ÍBV á sunnudaginn í 5. umferðinni. Guðmundur Andri ætti að vera leikfær fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner