Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. maí 2019 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: HK skilur ÍBV eftir á botninum
Ásgeir skoraði og lagði upp.
Ásgeir skoraði og lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur skoraði og lagði upp.
Birkir Valur skoraði og lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Pedro eru í vandræðum.
Lærisveinar Pedro eru í vandræðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 0 ÍBV
1-0 Birkir Valur Jónsson ('14 )
2-0 Ásgeir Marteinsson ('45 )
Rautt spjald:Guðmundur Magnússon, ÍBV ('29)
Lestu nánar um leikinn

Fyrsti sigur HK í Pepsi Max-deildinni er kominn í hús. HK-ingar fengu ÍBV í heimsókn í Kórinn í kvöld.

Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna samgönguvandamála.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 14 mínútur og var það Birkir Valur Jónsson sem skoraði það fyrir heimamenn. Hann vann hornspyrnur og skoraði síðan sjálfur út frá henni. Ásgeir Marteinsson átti hornspyrnu sem fór beint á kollinn á Birki.


Staðan 1-0 og ekki batnaði staðan fyrir Eyjamenn á 29. mínútu; hún versnaði til muna. Guðmundur Magnússon fékk þá að líta beint rautt spjald.

„Eyjamenn eru ALLT!! annað en sáttir með þessa niðurstöðu - BEINT RAUTT! Ólafur Örn er að kassa boltann niður þegar Gummi fer í hann. Þeir segja að hann hafi verið of hátt með sólann en ég verð að segja að þetta er ansi harður dómur og er langt því frá að vera sannfærður um réttmæti þessa spjalds, gult = já en rautt = alls ekki sannfærður," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

HK skoraði sitt annað mark gegn tíu leikmönnum ÍBV rétt fyrir leikhlé. Þá breyttust hlutverkin frá fyrsta markinu. Birkir Valur lagði þá upp fyrir Ásgeir.


Seinni hálfleikurinn fyrir Eyjamenn sem náðu lítið að ógna. Gestirnir voru heppnir að HK skyldi ekki bæta fleiri mörkum við. Lokatölur í Kórnum 2-0 og fyrsti sigur HK staðreynd.

HK er í níunda sæti með fjögur stig. HK skilur ÍBV eftir á botninum. ÍBV er með eitt stig eftir fjóra leiki.

Það eru tveir aðrir leikir í gangi í Pepsi Max-deildinni. Fjórða umferðin klárast í kvöld.

Beinar textalýsingar:
19:15 Grindavík - KR
19:15 Fylkir - Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner