Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. maí 2019 10:17
Elvar Geir Magnússon
Pogba í pílagrímsför til Mekka
Pogba í Mekka.
Pogba í Mekka.
Mynd: Instagram
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er í pílagrímsför til Mekka en þetta er þriðja árið i röð sem hann heimsækir hina heilögu borg múslima eftir að keppnistímabilinu lýkur.

Með Pogba í Sádi-Arabíu er vinur hans, varnarmaðurinn Kurt Zouma hjá Chelsea.

Pogba hefur birt myndir úr ferðinni á Instagram og skrifaði við:

„Gleymum aldrei mikilvægu hlutunum í lífinu"

Múslimar telja Mekka heilaga borg og ætlast er til af þeim að þeir fari í pílagrímsför (hadsjí) í það minnsta einu sinni um ævina, hafi þeir möguleika á því. Á hverju ári koma rúmlega 3 milljónir pílagríma til Mekka.

Pogba verður væntanlega í franska landsliðshópnum fyrir leiki í undankeppni EM í næsta mánuði.

Pogba hefur verið orðaður við Real Madrid og hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að ganga í raðir félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner