Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 16. maí 2019 10:05
Elvar Geir Magnússon
Snöggreiddist þegar fjölmiðlamenn sýndu honum myndband
Atvikið umtalaða í bikarúrslitaleiknum.
Atvikið umtalaða í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Skjáskot
Lazio fagnaði sigri í ítalska bikarnum eftir sigur gegn Atalanta í úrslitaleik í gærkvöldi.

Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, var rólegur og yfirvegaður þegar hann mætti í viðtöl til fjölmiðla eftir leikinn.

En þegar honum var sýnt myndband af atviki í leiknum, þegar skot frá MArten de Roon fór í hendina á varnarmanninum Bastos, snöggreiddist Gasperini.

Atvikið átti sér stað þegar markalaust var í leiknum en Sergej Milinkovic-Savic og Joaquin Correa áttu síðan eftir að skora og tryggja Lazio 2-0 sigur.

„Af hverju var VAR ekki notað í þessu tilfelli? Þetta á að vera víti og rautt spjald! Þetta er skandall. Getið þið sagt mér hvernig þetta getur gerst? Er hægt að fá útskýringu á þessu?" sagði Gasperini.

Bastos var þegar kominn með gult spjald þegar knötturinn fór í hendina á honum.

Atalanta hefur ekki unnið titil síðan 1963.
Athugasemdir
banner
banner
banner