Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. maí 2019 14:27
Elvar Geir Magnússon
Solskjær lofað fjárhagslegum stuðningi til að byggja upp liðið
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær mun fá fjárhagslegan stuðning til að byggja upp nýtt lið sem getur komið með velgengni til Manchester United.

Þetta segir framkvæmdastjóri United, Ed Woodward.

„Styrkur okkar í viðskiptahliðinni gerir það að verkum að við höfum fjármagn sem stjórinn getur notað til að skapa velgengni á vellinum. Það er áfram okkar helsta markmið," segir Woodward.

Solskjær tók við sem stjóri United til bráðabirgða í desember eftir að Jose Mourinho var rekinn og liðið komst á sigurbraut. Eftir að Solskjær var ráðinn til frambúðar fór að halla undan fæti og liðið hafnaði fimm stigum frá topp fjórum.

„Síðustu vikur hafa verið vonbrigði en við erum hæstánægð með að hafa Ole sem stjóra okkar. Allir hjá félaginu eru að vinna í því að koma liðinu í sömu átt, á toppinn í enska boltanum að nýju," segir Woodward.
Athugasemdir
banner
banner