banner
   fim 16. maí 2019 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Malmö áfram á toppnum - Gummi spilaði í sigri
Guðmundur Þórarinsson í landsleik.
Guðmundur Þórarinsson í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö sitja á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn IFK Göteborg. Leiknum lauk fyrir stuttu.

Arnór Ingvi byrjaði hjá Malmö en var tekinn út af í hálfleik.

Malmö átti fleiri marktilraunir en inn fór boltinn ekki, hjá hvorugu liðinu. Markalaust jafntefli niðurstaðan.

Malmö er á toppnum með 18 stig, stigi meira en Göteborg, Häcken, Hammarby og AIK.

Á sama tíma vann Íslendingalið Norrköping 2-1 útisigur gegn Örebro. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli eftir rúmar 80 mínútur.

Norrköping hefur ekki byrjað vel og var þetta aðeins annar sigur liðsins í deildinni. Norrköping er í níunda sæti og vonandi er þessi erfiða byrjun að baki.

Í sænsku B-deildinni lék Nói Snæhólm Ólafsson allan leikinn markalausu jafntefli Syrianska gegn Västerås. Syrianska er á botni deildarinnar með sex stig.

Hinn 24 ára Nói er uppalinn í KR en hann lék þar þangað til á yngsta ári í 2. flokki. Hann hefur spilað í Svíþjóð síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner