Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 16. maí 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 8. sæti: Everton
Gylfi Þór Sigurðsson var frábær í vetur.
Gylfi Þór Sigurðsson var frábær í vetur.
Mynd: Getty Images
Marco Silva er knattspyrnustjóri Everton.
Marco Silva er knattspyrnustjóri Everton.
Mynd: Getty Images
Lucas Digne var valinn bestur.
Lucas Digne var valinn bestur.
Mynd: Getty Images
Richarlison skoraði 13 mörk.
Richarlison skoraði 13 mörk.
Mynd: Getty Images
Everton endaði tímabilið í 8. sæti.
Everton endaði tímabilið í 8. sæti.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að renna yfir gengi Gylfa Þórs og félaga í Everton í vetur.

Everton réði nýjan stjóra fyrir tímabilið, hinn 41 árs gamli Marco Silva tók við liðinu, hann stýrði áður Watford. Silva styrkti leikmannahópinn nokkuð vel fyrir tímabilið, hann fékk meðal annars Richarlison frá Watford og vinstri-bakvörðinn Lucas Digne frá Barcelona sem var frábær í vetur.

Í lok árs 2018 þegar 20. umferðir voru búnar var Everton í 10. sæti með 27 stig, liðið vann sjö leiki fyrir áramótin, eftir áramótin náðu þeir hins vegar í átta sigra og enduðu tímabilið með 54 stig í 8. sæti. Liðið fór taplaust í gegnum síðustu fjóra leiki sína á tímabilinu og þar unnu þeir meðal annars glæsilegan 4-0 sigur á Manchester United.

Það er ekki hægt að tala um Everton án þess að minnast á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, Gylfi var markahæstur hjá Everton með 13 mörk ásamt Richarlison. Hann lagði einnig upp 6 mörk, frábært tímabil hjá Gylfa!

Besti leikmaður Everton á tímabilinu:
Nei það var ekki Gylfi, Lucas Digne var valinn bestur hjá Everton. Eins og áður hefur komið fram kom hann frá Barcelona síðasta sumar og leikur í vinstri-bakverði. Digne lagði upp fjögur og skoraði fjögur og var mjög traustur í liði Everton í vetur, hann lék 35 deildarleiki á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Gylfi Þór Sigurðsson: 13 mörk.
Richarlison: 13 mörk.
Dominic Calvert-Lewin: 6 mörk.
Theo Walcott: 5 mörk.
Lucas Digne: 4 mörk.
Cenk Tosun: 3 mörk.
Seamus Coleman: 2 mörk.
Kurt Zouma: 2 mörk.
Bernard: 1 mark.
Phil Jagielka: 1 mark.
Michael Keane: 1 mark.
Yerry Mina: 1 mark.
André Gomes: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Gylfi Þór Sigurðsson: 6 stoðsendingar.
Lucas Digne: 4 stoðsendingar.
Bernard: 3 stoðsendingar.
Cenk Tosun: 3 stoðsendingar.
Dominic Calvert-Lewin: 2 stoðsendingar.
Seamus Coleman: 2 stoðsendingar.
Idrissa Gueye: 2 stoðsendingar.
Michael Keane: 2 stoðsendingar.
Ademola Lookman: 2 stoðsendingar.
Theo Walcott: 2 stoðsendingar.
Kurt Zouma: 2 stoðsendingar.
Richarlison: 1 stoðsending.
Jonjoe Kenny: 1 stoðsending.
Morgan Schneiderlin: 1 stoðsending.
André Gomes: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Jordan Pickford: 38 leikir.
Gylfi Þór Sigurðsson: 38 leikir.
Theo Walcott: 37 leikir.
Dominic Calvert-Lewin: 35 leikir.
Richarlison: 35 leikir.
Lucas Digne: 35 leikir.
Bernard: 34 leikir.
Idrissa Gueye: 33 leikir.
Michael Keane: 33 leikir.
Kurt Zouma: 32 leikir.
Seamus Coleman: 29 leikir.
André Gomes: 27 leikir.
Cenk Tosun: 25 leikir.
Ademola Lookman: 21 leikur.
Tom Davies: 16 leikir.
Morgan Schneiderlin: 14 leikir.
Yerry Mina: 13 leikir.
Jonjoe Kenny: 10 leikir.
Phil Jagielka: 7 leikir.
Leighton Baines: 6 leikir.
Mason Holgate: 5 leikir.
Oumar Niasse: 5 leikir.
James McCarthy: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Everton vörnin var bara nokkuð góð í vetur, liðið fékk á sig 46 mörk. Aðeins fjögur lið fengu á sig færri mörk en Everton.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Gylfi Þór Sigurðsson fékk flest stigin í Fantasy leiknum vinsæla í ár af leikmönnum Everton, Gylfi fékk 182 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Everton fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Gylfa og félögum 7. sætinu fyrir tímabilið, Everton endaði hins vegar tímabilið sæti neðar.

Spáin fyrir enska - 7. sæti: Everton

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Everton á tímabilinu.
Mark Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins
Marco Silva: Bara eitt lið á vellinum
Gylfi hæstánægður með Silva og nýju leikmennina
Gylfi jafnaði Eið Smára
Marco Silva: Richarlison mun fara að skora aftur
England: Everton niðurlægði Man Utd - Gylfi stórkostlegur
Gylfi valinn maður leiksins af Sky og BBC

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner