Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. maí 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Augsburg gefur 19,07% af treyjusölum
Mynd: Getty Images
Augsburg tapaði gegn Wolfsburg í dag er liðin mættust í þýska boltanum. Heimamenn í Augsburg klæddust nýjum treyjum vegna kórónuveirunnar. Framan á treyjunum segir 'Augsburg stendur saman'.

Félagið, sem var stofnað 1907, hefur sett 1907 slíkar treyjur á sölu og mun 19,07% af hagnaðinum renna beint til heilbrigðisyfirvalda í Þýskalandi sem hafa náð góðum tökum á kórónuveirunni.

Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag vegna meiðsla og þá vantaði einnig þjálfara liðsins sem braut einangrunarreglur í vikunni, til að fara út í búð að kaupa tannkrem.

Augsburg er með 27 stig eftir 26 umferðir, aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner