lau 16. maí 2020 12:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bundesligan byrjar: Hvaða liði ættir þú að halda með?
Bayern er að reyna að vinna sinn áttunda deildarmeistaratitil í röð.
Bayern er að reyna að vinna sinn áttunda deildarmeistaratitil í röð.
Mynd: Getty Images
Sancho og Haaland.
Sancho og Haaland.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig.
Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig.
Mynd: Getty Images
Gladbach var lengi vel á toppnum fyrr á tímabilinu.
Gladbach var lengi vel á toppnum fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Schalke mætir erkifjendum sínum í Borussia Dortmund í dag.
Schalke mætir erkifjendum sínum í Borussia Dortmund í dag.
Mynd: Getty Images
Það er mikið Volkswagen þema hjá Wolfsburg.
Það er mikið Volkswagen þema hjá Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Freiburg er að berjast um Evrópusæti.
Freiburg er að berjast um Evrópusæti.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, og Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, og Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim.
Mynd: Getty Images
Geitin Hennes.
Geitin Hennes.
Mynd: Getty Images
Union Berlín er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild.
Union Berlín er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild.
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt hefur ollið vonbrigðum á tímabilinu.
Eintracht Frankfurt hefur ollið vonbrigðum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klinsmann hætti sem þjálfari Hertha Berlín í febrúar eftir 76 daga í starfi.
Jurgen Klinsmann hætti sem þjálfari Hertha Berlín í febrúar eftir 76 daga í starfi.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg.
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp er fyrrum leikmaður og stjóri Mainz.
Jurgen Klopp er fyrrum leikmaður og stjóri Mainz.
Mynd: Getty Images
Fortuna Dusseldorf er í umspilssæti.
Fortuna Dusseldorf er í umspilssæti.
Mynd: Getty Images
Werder Bremen er í hættu á að falla eftir að hafa verið 56 tímabil í úrvalsdeild.
Werder Bremen er í hættu á að falla eftir að hafa verið 56 tímabil í úrvalsdeild.
Mynd: Getty Images
Samúel Kári leikur með botnliði Paderborn.
Samúel Kári leikur með botnliði Paderborn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag byrjar þýska úrvalsdeildin aftur að rúlla, en vel hefur tekist að tækla kórónuveiruna í Þýskalandi.

Borussia Dortmund tekur á móti Schalke í stórleik helgarinnar sem fer fram á sama tíma og leikir Íslendingaliðana Augsburg og Paderborn. Eintracht Frankfurt og Borussia Mönchengladbach mætast svo í síðasta leik dagsins.

Leikir í dag:
13:30 Dortmund - Schalke 04
13:30 RB Leipzig - Freiburg
13:30 Hoffenheim - Hertha Berlin
13:30 Dusseldorf - Paderborn
13:30 Augsburg - Wolfsburg
16:30 Frankfurt - Gladbach

BBC birti í gær áhugaverða umfjöllun þar sem fótboltaaðdáendum í Bretlandi er hjálpað við að finna lið til að halda með í Þýskalandi. Þýska úrvalsdeildin er sú fyrsta af stærstu deildum Evrópu sem er að byrja og áhorf veðrur væntanlega gríðarlegt á deildinni.

Enska úrvalsdeildin er uppáhalds deild flestra Íslendinga og eiga allflestir Íslendingar sér uppáhalds lið á Englandi, en það er ekki jafn algengt að eiga sér uppáhalds lið í Þýskalandi. Hvaða lið ætlar þú að styðja í Bundesligunni?

Bayern München
Stórveldi og það félag sem hefur náð mestum árangri í Þýskalandi. Bayern er að reyna að vinna sinn áttunda Þýskalandsmeistaratitil í röð og er akkúrat núna með fjögurra stiga forskot. Yfirburðirnir hafa verið miklir og þú annað hvort styður Bayern eða ekki; það er enginn millivegur.

Ef þeir væru enskt lið: Manchester United á tíma Sir Alex Ferguson.

Af hverju að styðja Bayern? Einfalt - sigrar og titlar.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Bayern? Koma svo, ekki bara velja besta liðið.

Borussia Dortmund
Borussia Dortmund er heillandi kostur. Háværir stuðningsmenn (ekki það að þeir geti mætt á leikina núna) og spennandi ungir leikmenn eins og Jadon Sancho og Erling Braut Haaland.

Ef þeir væru enskt lið: Liverpool (Jurgen Klopp og You'll Never Walk Alone).

Af hverju að styðja Dortmund? Lið sem skemmtilegt er að horfa og Sancho er á meðal leikmanna.

Af hverju ættir þú ekki að styrðja Dortmund? Dortmund er nú þegar mjög vinsælt lið að styðja og því ekki mjög frumlegt val.

RB Leipzig
Knattspyrnufélagið RB Leipzig var myndað fyrir aðeins 11 árum síðan af orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull. Þeir hafa verið á mikilli uppleið síðan og eru í bullandi toppbaráttu núna, í þriðja sæti og aðeins fimm stigum á eftir Bayern.

Ef þeir væru enskt lið: MK Dons.

Af hverju að styðja RB Leipzig? Af því að þú elskar Red Bull, þeir eru með efnilegasta þjálfara í heimi og liðið spilar skemmtilegan bolta.

Af hverju ættir þú ekki að styðja RB Leipzig? Félagið er ekki hefðbundið og hefur farið í kringum reglur til að geta verið í eigu Red Bull. Það er mjög umdeilt í Þýskalandi.

Borussia Mönchengladbach
Gladbach var upp úr 1970 stærsta félagið í Þýskalandi. Félagið vann fimm úrvalsdeildartitla og komst í úrslitaleik í keppninni sem núna er Meistaradeildin. Síðan þá hefur ekki gengið alveg eins vel, en þetta tímabil hefur verið mjög gott og er liðið í fjórða sæti eftir að hafa verið lengi vel á toppnum.

Ef þeir væru enskt lið: Nottingham Forest.

Af hverju að styðja Gladbach? Þeir eru skemmtilegir á samfélagsmiðlum, þú getur farið á leiki þeirra sem mynd á pappaspjaldi og ef þú óskar þess að það væri enn árið 1970.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Gladbach? Þú hatar samfélagsmiðla og félagið hefur ekki unnið neitt síðan 1995.

Bayer Leverkusen
Eitt af fáum félögum í Þýskalandi sem er í eigu fyrirtækis, en það er leyfilegt í Þýskalandi þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur staðið á bak við félag í að minnsta kosti tvo áratugi. Þetta er næstum því lið Þýskalands ef svo má að orði komast - hafa lent fimm sinnum í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Ef þeir væru enskt lið: Newcastle United (komist nálægt því að vinna titla á undanförnum 25 árum án þess að vinna neitt).

Af hverju að styðja Leverkusen? Eigendurnir, lyfja- og efnafyrirtækið Bayer, tekur þátt í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum, þér finnst gaman að því þegar ekkert gengur upp hjá liðum og í liðinu eru spennandi leikmenn eins og Kai Havertz. Sandra María Jessen leikur með kvennaliði Leverkusen.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Leverkusen? Þeir eru í eigu lyfja- og efnafyrirtækis, líklegt að þeir valdi hjartasorg með því að missa af titlum og þeir eru með fleiri rauð spjöld en nokkurt annað félag í sögu Bundesligunnar (136).

Schalke
Schalke er stýrt af David Wagner, fyrrum stjóra Huddersfield, og eru með tvo breska leikmenn, Jonjoe Kenny og Rabbi Matondo. Schalke er þriðja vinsælasta félagið í Þýskalandi, en hefur aldrei tekist að vinna Bundesliguna frá stofnun hennar 1963.

Ef þeir væru enskt lið: Everton (spila í bláu, eru með Jonjoe Kenny á láni frá Everton og eru erkifjendur Borussia Dortmund sem líkt var við Liverpool að ofan).

Af hverju að styðja Schalke? Eru með tvo breska leikmenn, eru með stóran aðdáendahóp og ef þú heldur með Huddersfield.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Schalke? Þér finnst gaman þegar liðið þitt skorar mörk. Schalke hefur aðeins skorað 33 mörk á tímabilinu og aðeins tvö lið hafa tekið færri skot.

Wolfsburg
Borgin Wolfsburg var mynduð til að hýsa starfsmenn Volkswagen árið 1938, liðið var búið til fyrir starfsmenn Volkswagen árið 1945, félagið er í Volkswagen og spilar á Volkswagen Arena. Það er ákveðið þema í gangi hérna.

Ef þeir væru enskt lið: Wolves (lítið bara á nafnið).

Af hverju að styðja Wolfsburg? Þú heldur með Wolves eða þú ekur um á Volkswagen. Það er líka skemmtilegt að Wolfsburg var einu sinni með stjóra sem heitir Wolfgang Wolf. Sara Björk Gunnarsdóttir er lykilmaður í kvennaliði Wolfsburg.

Af hverju ættir þú ekki að styða Wolfsburg? Þú ert ekki aðdáandi Volkswagen, þú hatar Wolves, úlfa og Wolfgang Wolf.

Freiburg
Það er erfitt að selja hugmyndina að styðja Freiburg. Jó-jó félag með engin stór nöfn þannig séð í leikmannahópnum. Þeir eru samt í Evrópubaráttu, það er eitthvað.

Ef þeir væru enskt lið: Norwich (bæði félög hafa unnið B-deild fjórum sinnum).

Af hverju að styðja Freiburg? Lið sem kemur á óvart.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Freiburg? Ekki mikið sem er spennandi við félagið.

Hoffenheim
Hoffenheim er 120 ára gamalt félag, en var í fimmtu deild áður en Dietmar Hopp byrjaði að setja pening inn í það. Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á þurfti að stöðva leiki í Þýskalandi vegna mótmæla stuðningsmanna annarra félaga vegna Hopp og hans peninga. Illa séð er að hann hafi 'keypt' Hoffenheim upp í efstu deild.

Ef þeir væru enskt lið: Bournemouth (þar sem þeir náðu að klífa upp allar deildir á Englandi).

Af hverju að styðja Hoffenheim? Líta á sig sem vingjarnlegt félag sem gerir hlutina öðruvísi. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði líka einu sinni með Hoffenheim.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Hoffenheim? Það finnst eiginlega engum öðrum þeir skemmtilegir.

Köln
Köln hefur gert vel á þessu tímabili, komið sér frá fallbaráttunni og er um miðja deild. Lukkudýrið þeirra, geitin Hennes, fær því miður ekki að mæta á næstu leiki vegna kórónuveirufaraldursins.

Ef þeir væru enskt lið: Sunderland (því Sunderland heldur með Köln og Köln hefur verið að flakka á milli deilda síðustu ár).

Af hverju að styðja Köln? Þú heldur með Sunderland og þér finnst gaman þegar liðið þitt skorar úr föstum leikatriðum (Köln hefur skorað 11 mörk eftir hornspyrnur á tímabilinu).

Af hverju ættir þú ekki að styðja Köln? Geitur eru ekki í uppáhaldi hjá þér, eða þá að þú heldur með Newcastle og Middlesbrough.

Union Berlín
Félag sem er þekkt fyrir öfluga stuðningsmenn og er á sínu fyrsta tímabili í þýska úrvalsdeildinni. Tímabilið hefur gengið vonum framar og er Union Berlín fyrir miðju, sjö stigum frá Evrópusæti og átta stigum frá fallsæti.

Ef þeir væru enskt lið: Sheffield United (tímabilið hefur gengið vonum framar eftir að hafa komist upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð).

Af hverju að styðja Union Berlín? Þér finnst gaman að undirmagnanum eða þá að þú vilt fylgjast streitulaust með liði sem er ekki í neinni baráttu.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Union Berlín? Af því að þeir eru ekki líklegir til að gera neitt á tímabilinu.

Eintracht Frankfurt
Eintracht Frankfurt hefur verið í vandræðum á þessu tímabili eftir að hafa komist í undanúrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð. Þeir misstu Luka Jovic til Real Madrid og virðast ekki alveg hafa náð að fylla skarð hans. Eru með sama gælunafn og Crystal Palace, Ernirnir.

Ef þeir væru enskt lið: West Brom (bæði félög hafa unnið fimm bikarmeistaratitla og einn deildarmeistaratitil)

Af hverju að styðja Frankfurt? Þér finnst Ernir skemmtilegir eða ert stuðningsmaður Crystal Palace, þú ert aðdáandi leikmanna sem gleymist að spiluðu í ensku úrvalsdeildinni (Jonathan de Guzman, Gelson Fernandes, Erik Durm).

Af hverju ættir þú ekki að styðja Frankfurt? Þú heldur með erkifjendum Palace í Brighton eða ert ekki aðdáandi að gleymdum fyrrum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Hertha Berlín
Það hefur mikið gengið á hjá Hertha á þessu tímabili og er liðið í fallbaráttu. Liðið mætir með nýjan þjálfara í síðustu leiki tímabilisins. Bruno Labbadia tók við af Jurgen Klinsmann og þá er Jens Lehmann kominn í stjórnunarstöðu hjá félaginu.

Ef þeir væru enskt lið: West Ham (spila bæði á Ólympíuvelli).

Af hverju að styðja Hertha Berlín? Þú ert stuðningsmaður Chelsea sem elskaði Salomon Kalou (ef sú manneskja er til), þú styður lið sem leikur í bláu og hvítu, þú ert með eða hefur verið með Alexander Esswein í ultimate team í tölvuleiknum FIFA.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Hertha? Þú verður pirraður á því að liðið þitt gefi vítaspyrnur - Hertha hefur gefið andstæðingum sínum sjö vítaspyrnur á tímabilinu.

Augsburg
Augsburg er frá Bæjaralandi, í skugga Bayern München. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2011, eftir að hafa bara verið í neðri deildum þar áður. Alfreð Finnbogason er auðvitað leikmaður Augsburg.

Ef þeir væru enskt lið: Watford (lítið félag með stærri nágranna).

Af hverju að styðja Augsburg? Alfreð Finnbogason. Lítið félag sem hefur náð stöðugleika í úrvalsdeild.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Augsburg? Þetta er ekki alveg eins og konfektkassinn hans Forrest Gump; þú veist ekki alveg hvað þú færð. Heiko Herrlich hefur verið þjálfari í tvo mánuði en hann hefur ekki enn stýrt liðinu í leik. Hann verður ekki á hliðarlínunni um helgina þar sem hann braut reglur sem varða einangrun.

Mainz
Hitt liðið sem Jurgen Klopp stýrði í Þýskalandi. Klopp var einnig leikmaður liðsins. Mainz spilar karnívaltónlist eftir mörk sín því borgin er karnívalborg.

Ef þeir væru enskt lið: Brighton (hvorugt lið hefur unnið stóran titil).

Af hverju að styðja Mainz? Ef þér finnst gaman að karnívaltónlist og Jurgen Klopp (en vilt ekki styðja Dortmund).

Af hverju ættir þú ekki að styðja Mainz? Þeir spila karnívaltónlist eftir mörkin sín...

Fortuna Dusseldorf
Lið sem stuðningsmenn Manchester City ættu að fylgjast með. Uwe Rosler, fyrrum sóknarmaður City, er stjóri Dusseldorf og markvörður liðsins Zack Steffen á láni frá Manchester City. Dusseldorf er sem stendur í 16. sæti, en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í úrvalsdeild.

Ef þeir væru enskt lið: Tottenham (eiga erfitt með að halda hreinu og fá á sig of mörg færi).

Af hverju ættirðu að halda með Dusseldorf? Þú heldur með Manchester City, þér finnst bíómyndin Cool Runnings góð (Mathias Jorgensen, varnarmaður Dusseldorf, er með gælunafnið Zanka) eða þú ert frá Gana (Dusseldorf er með fjóra Ganverja í sínu liði).

Af hverju ættir þú ekki að styðja Dusseldorf? Jorgensen stafar ekki 'Sanka' rétt.

Werder Bremen
Werder Bremen hefur verið fleiri tímabil í þýsku úrvalsdeildinni (56) en nokkurt annað félag. En liðið er nú í fallsæti, fjórum stigum frá umspilssætinu og átta stigum frá öruggu sæti. Þeir eiga þó leik til góða. Claudio Pizarro er enn að spila 41 árs gamall og hann hefur tíu leiki til að skora mark á þessari leiktíð.

Ef þeir væru enskt lið: Aston Villa (nokkrir deildartitlar og Evróputitill, en berjast nú við falldrauginn).

Af hverju að styðja Werder Bremen? Þú vilt að sögufrægt félag haldi sér í efstu deild og þú vilt að Pizarro nái að skora sitt 200. mark í þýsku úrvalsdeildinni, en hann vantar fjögur til þess.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Werder Bremen? Þeir hafa tapað 11 af síðustu 14 leikjum sínum og það eru líkur á því að þú myndir aldrei sjá þá vinna fótboltaleik.

Paderborn
Í síðasta sæti er Paderborn. Þeir eru sex stigum frá 16. sætinu og útlitið er ekki gott. Það er samt alltaf gaman að halda með Íslendingaliði.

Ef þeir væru enskt lið: Huddersfield (þetta er annað úrvalsdeildartímabil Paderborn og þeir virðast á leið beint niður eins og Huddersfield eftir tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni).

Af hverju að styðja Paderborn? Samúel Kári Friðjónsson og þú elskar það þegar allt virðist ómögulegt.

Af hverju ættir þú ekki að styðja Paderborn? Er ekki nóg búið að ganga á að undanförnu?

Smelltu hér til að lesa grein BBC í heild sinni.

Sjá einnig:
Þýski boltinn byrjar aftur að rúlla - Þetta þarftu að vita
Athugasemdir
banner
banner