Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. maí 2020 10:00
Aksentije Milisic
Emery: Ramsey átti að vera næsti fyrirliði Arsenal
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrverandi stjóri Arsenal, segir að Aaron Ramsey hefði orðið næsti fyrirliði liðsins, hefði hann ekki farið til Juventus. Að sögn Emery vildi Ramsey vera áfram hjá Arsenal.

Emery var rekinn frá Arsenal eftir 18 mánuði í starfi en nú hefur hann tjáð sig um nokkur mál sem voru í gangi á tíma sínum hjá liðinu. Hann gagnrýndi Özil og sagði hann vera með slæmt hugarfar

Emery segir að liðið hafi skort leiðtoga eftir að Petr Chech, Laurent Koscielny, Nacho Monreal og Ramsey yfirgáfu allir liðið.

„Ég sá strax að Ramsey yrði mikilvægur þegar ég kom til Arsenal. Hann er leiðtogi í klefanum og inni á vellinum og honum langaði að vera áfram. Hann náði ekki samkomulagi um nýjan samning," segir Emery.

„Ég blanda mér aldrei inn í efnahagslega hlutann, það er ekki mitt verkefni. Það hefur hins vegar sínar afleiðingar á vellinum.

„Það hefði verið betra fyrir liðið og fyrir mig ef hann hefði verið áfram. Hann átti að vera næsti fyrirliði liðsins.

Granit Xhaka var kosinn fyrirliði liðsins af leikmönnum og segir Emery að hann trúði því að hann gæti orðið góður fyrirliði. Hann þurfti einungis meiri tíma. Pierre Emerick Aubameyang tók síðan við fyrirliðabandinu af Xhaka eftir að hann lenti uppá kant við stuðningsmenn liðsins í leik gegn Crystal Palace.

Sjá einnig:
Emery vildi kaupa Zaha frekar en Pepe
Athugasemdir
banner
banner