Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 16. maí 2020 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aron Sigurðarson (St. Gilloise)
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnar Freyr Ólafsson.
Arnar Freyr Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason.
Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hallvarður Óskar Sigurðarson.
Hallvarður Óskar Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson er kantmaður sem er uppalinn hjá Fjölni. Hann hélt til Noregs fyrri tímabilið 2016 og var hjá Tromsö í tvö ár áður en söðlaði um og gekk í raðir Start og lék hann þar í tvö ár.

Eftir tímabilið 2019 hélt Aron svo til Belgíu og skrifaði undir hjá Saint Gilloise í B-deildinni. Aron lék átta leiki með Gilloise í vetur, skoraði þrjú mörk og lagði upp fjögur. Aron hefur leikið sex A-landsliðsleiki. Aron sýnir á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn: Aron Sigurðarson

Gælunafn: Ronni dettur stundum inn

Aldur: 26

Hjúskaparstaða: sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2010 minnir mig

Uppáhalds drykkur: nocco

Uppáhalds matsölustaður: salatbarinn

Hvernig bíl áttu: keyri Audi þessa stundina

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Entourage

Uppáhalds tónlistarmaður: K axel, hnetan og drake

Fyndnasti Íslendingurinn: fm95blö + hjöbbi K

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: kökudeig,þrist og smartískurl

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: hjólatúr ?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: eitthvað lið út á landi bara

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eiður smári

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gústi Gylfa og Lárus Grétarson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: ekki hugmynd

Sætasti sigurinn: að vinna Essómótið með vinum mínum í Fjölni gleymist seint. Einnig að komast upp um deild með Start eftir að lenda 4-0 undir í seinni leiknum á móti Lilleström, skoruðum 3 mörk á 7 mínútum og tryggjðum okkur þannig upp á markatölu.

Sjá einnig:
Aron Sig: Sturlaðasti leikur sem ég hef spilað

Mestu vonbrigðin: falla um deild með start

Uppáhalds lið í enska: ManUtd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Arnar Freyr Ólafsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hallvarður í fjölni

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallvarður í Fjölni, mikill aðdáandi

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Harpa Rut markvörður Leiknis

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano dos Santos Aveiro Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: það er einn meistari sem var með 2 síma í gangi þegar ég var í Fjölni

Uppáhalds staður á Íslandi: Grafarvogurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: fagnaði marki við að renna mér á hnjánum og fór í náranum í leiðinni ekkert skemmtilegt þá en skemmtilegt núna.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: misjafnt

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist létt með körfunni og ufc
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: að nenna honum

Vandræðalegasta augnablik: skrúfaði snagana hann Gunna Vals af í klefanum og faldi þá. Þegar hann mætti svo niðrí klefa þá snéri hann mig niður og lamdi mig í drasl fyrir framan allt liðið þangað til hann fékk snagana. Það var vandræðalegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Viðar Ara því hann er meistari, Arnar Freyr myndi redda okkur heim og svo Þórð Ingason vegna þess að hann hefði nákvæmlega engan húmor fyrir að vera fastur á eyðieyju með okkur og það væri free comedy að æsa í honum og sjá hann sólbrunninn og pirraðann

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég hef hlustað á hvern einasta föstudags þátt af fm95blö á vísi.is

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ólafur Páll Snorrason er algjör helvítis meistari.

Hverju laugstu síðast: man það ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: föst leikatriði

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: æfi á morgnana svo ekkert planað
Athugasemdir
banner
banner
banner