Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. maí 2020 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver ræður eiginlega?
Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson.
Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir aðalþjálfarar eru hjá Fylki og einn spilandi aðstoðarþjálfari.
Tveir aðalþjálfarar eru hjá Fylki og einn spilandi aðstoðarþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
'Það kæmi mér ekkert á óvart ef Óli taki rólega við þessu og það myndi pláss fyrir Rúnar að stíga upp á skrifstofu'
'Það kæmi mér ekkert á óvart ef Óli taki rólega við þessu og það myndi pláss fyrir Rúnar að stíga upp á skrifstofu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Ingólfur Sigurðsson tóku fyrir nokkur umræðuefni fyrir Pepsi Max-deild karla í sumar í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í dag.

Tvö félög í Pepsi Max-deild karla fara með tvo aðalþjálfara inn í sumar, en það eru Fylkir og Stjarnan. Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson þjálfa Stjörnuna saman og í Fylki eru Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson aðalþjálfarar með Ólaf Inga Skúlason sem spilandi aðstoðarþjálfara. Hver mun ráða, hver á lokasvarið?

Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH, kom með kenningu um daginn að það yrði Óli Jó sem væri aðalþjálfari hjá Stjörnunni. „Það er mín tilfinning, en (Þorkell) Máni var ekki sammála," sagði Ingólfur.

„Rúnar er ekkert að sækja hann til að raða einhverjum keilum," sagði Tómas Þór. „Rúnar hringdi í hann, augljóslega hlýtur hann að vera að afsala sér einhverjum völdum. En það er alveg rétt hjá Mána, Rúnar Páll vill Stjörnunni allt til heilla og hann veit miklu meira um þessa leikmenn. Kannski mæta þeir einhverju liði og hann segir þá: 'Þorsteinn Már hefur alltaf spilað vel á móti KA, eigum við ekki að hafa hann þarna?'"

Ingólfur telur að Óli komi til með að eiga lokasvarið hjá Stjörnunni, en sé erfiðara að ráða um það hver það verði hjá Fylki. „Það er miklu erfiðara, ég veit ekki neitt. Atli Sveinn kemur nýr inn í þetta, á hvaða forsendum er hann ráðinn? Hvað var sagt við hann á fundinum góða?" sagði Ingólfur.

„Hinir tveir gæjarnir eru appelsínugulir í gegn, hann (Atli Sveinn) er aðkomumaðurinn," sagði Tómas. „Talandi um að þekkja leikmennina, félagið og liðið þá vita Óli Stíga og Óli Skúla miklu meira um það, en Atli Sveinn er alvöru nagli."

Talað hefur verið um að Ólafur Skúla verði leikmaður á leikdegi og hinir stýri þá liðinu á hliðarlínunni. Ingólfur býst við því að hann muni taka við liðinu einn síðar meira. „Mér finnst það blasa svo skýrt við að þetta sé millibilsástand þangað til að Óli (Skúla) taki þetta sjálfur."

Rúnar Páll sem yfirmaður knattspyrnumála?
Rúnar Páll hefur verið aðalþjálfari Stjörnunnar samfleytt frá árinu 2014 og gert magnaða hluti, orðið Íslandsmeistari og komið Stjörnunni langt í Evrópukeppni. Elvar Geir segist hafa heyrt það úr Garðabænum að það blundi í Rúnari að fara meira á bak við tjöldin, að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Það er ekki menning fyrir því á Íslandi að hafa yfirmann knattspyrnumála hjá fótboltafélögunum.

„Það kæmi mér ekkert á óvart ef Óli taki rólega við þessu og það myndi pláss fyrir Rúnar að stíga upp á skrifstofu, að hann fari af teppinu og upp í box," segir Tómas.

„Hann þekkir liðið sitt rosalega vel, og Stjörnuna rosalega vel. Hann ætti að geta straumlínulag starfið allt, verið að sækja leikmenn og hugsað um þetta eins og barnið sitt með Óla á grasinu," sagði Ingólfur, sem er leikmaður KV.

Áhugaverðar pælingar, en hægt er að hlusta á umræðuna um sögulínur sumarsins hér að neðan.
Boltahringborð - Sögulínur sumarsins í Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner