banner
   lau 16. maí 2020 08:45
Aksentije Milisic
Kane segir leikmönnum að taka öryggi ekki sem sjálfsögðum hlut
Kane og Alli.
Kane og Alli.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, hefur sagt leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar að taka öryggi sínu ekki sem sjálfsögðum hlut, í kjölfar árásarinnar sem Dele Alli varð fyrir á dögunum.

Þjófar ógnuðu Alli með hníf, kýldu hann í andlitið og stálu skartgripum og úrum. Alli meiddist ekki alvarlega en var skiljanlega í miklu áfalli.

„Hann er í lagi. Þegar eitthvað svona gerist þá færðu mikið sjokk. Ég held að hann sé svolítið reiður," sagði Kane.

„En hann sagði að það mikilvægasta sé að hann og fjölskyldan eru í fínu lagi, enginn meiddist alvarlega. Það var skelfilegt að heyra þessar fréttir, sérstaklega þegar einhver nákominn manni lendir í svona."

Kane segir að þetta séu viðvörunarbjöllur fyrir leikmenn í úrvalsdeildinni og að þeir megi ekki taka öryggi þeirra sem sjálfsögðum hlut.

„Þetta atvik vekur okkur til umhugsunar og lætur okkur taka ábyrgð á okkar heimili. Þú átt að gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að svona lagað gerist ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner