Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. maí 2020 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænsk félög ósátt við að ekki sé komið grænt ljós
Arnór Ingvi Traustason er einn þeirra Íslendinga sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni.
Arnór Ingvi Traustason er einn þeirra Íslendinga sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fremstu félög Svíþjóðar vilja byrja spila aftur og eru ósátt með heilbrigðisyfirvöld.

Vonast hefur verið til þess að úrvalsdeild karla í Svíþjóð fari af stað þann 14. júní næstkomandi á bak við luktar dyr, en enn hafa heilbrigðisyfirvöld ekki gefið grænt ljós á það. Áhyggjur hafa vaknað að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanga og á börum.

Svíar hafa tekið kórónaveirufaraldrinum mun lausari tökum en flest önnur lönd og hafa æfingaleikir meðal annars verið leyfðir.

Færeyingar eru byrjaðir að spila, byrjað verður að spila í dönsku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum og munu deildirnar á Íslandi og í Noregi byrja í næsta mánuði. Enn er hins vegar óvissa á meðal félaga í Svíþjóð hvort hægt sé að byrja þar.

„Verslunarmiðstöðvar og veitingarstaðir mega vera opin svo lengi sem reglum yfirvalda er fylgt. En akkúrat núna þá mega ekki fótboltalið spila 11 gegn 11 á tómum völlum. Hver er röksemdarfærslan fyrir því?" segir í yfirlýsingu frá sænskum knattspyrnufélögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner