lau 16. maí 2020 08:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sögulínur Pepsi Max og Víkingar í útvarpsþættinum
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er mættur aftur í Fiskabúrið á X977 og þar verður líf og fjör milli klukkan 12 og 14 í dag, laugardag. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða á sínum stað.

Ágúst Hlynsson og Óttar Magnús Karlsson, leikmenn Víkings verða gestir þáttarins.

Farið verður yfir sögulínur sumarsins í Pepsi Max-deildinni. Innan við mánuður er í fyrsta leik og það eru ýmsar spennandi sögulínur fyrir tímabilið. Ingólfur Sigurðsson ræðir málin við Elvar og Tómas.

Þá verður Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner