Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. maí 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Rúriks ætlar að notast við dulmál
Uwe Koschinat.
Uwe Koschinat.
Mynd: Getty Images
Uwe Koschinat, þjálfari Sandhausen, segir að þjálfarar þurfi að vinna við öðruvísi aðstæður þegar þýski boltinn fer aftur að rúlla.

Tímabilið verður klárað án áhorfenda og verður auðvelt að heyra skipanir þjálfara af hliðarlínunni.

„Nú verður auðvelt að koma leiðbeiningum til leikmanna en að sama skapi þá heyrir andstæðingurinn allt. Þetta leiðir til þess að margir þjálfarar muni nota dulmál, einhver leyniorð sem gefa andstæðingnum ekki beinar vísbendingar," segir Koschinat.

Rúrik ekki með í dag
Sandhausen er í 13. sæti þýsku B-deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Rúrik Gíslason er leikmaður liðsins en Koschinat segir að vegna meiðsla sé Rúrik ekki í standi til að spila í dag þegar leikið verður gegn Erzgebirge Aue.
Athugasemdir
banner
banner