Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. maí 2021 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Þvílíkar senur - Atletico áfram í bílstjórasætinu
Suarez var hetja Atletico í dag.
Suarez var hetja Atletico í dag.
Mynd: EPA
Baráttan um spænska meistaratitilinn er núna aðeins á milli tveggja félaga, félaga sem þykir ekki vænt um hvort annað.

Næst síðasta umferðin í deildinni fór fram í heild sinni í dag. Real Madrid heimsótti Athletic Bilbao og landaði þar 0-1 sigri þar sem varnarmaðurinn Nacho skoraði sigurmarkið.

Nacho kom Real Madrid yfir á 68. mínútu en stuttu síðar, í Madríd, tók Osasuna forystuna gegn Atletico Madrid. Á þeim tíma var Real að fara á toppinn. Atletico gafst hins vegar ekki upp og sneri leiknum við með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins.

Luis Suarez, sem var hent frá Barcelona fyrir tímabilið, skoraði sigurmark Atletico á 88. mínútu leiksins. Gríðarleg dramatík og verður Atletico með tveggja stiga forystuna fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Atletico mætir Real Valladolid, sem er í fallsæti, í lokaumferðinni á meðan Real Madrid spilar við Villarreal á heimavelli.

Barcelona, félagið sem henti Suarez, er ekki lengur í baráttunni um titilinn. Liðið tapaði fyrir Celta Vigo og er núna sjö stigum frá toppnum. Samningur Lionel Messi rennur út í sumar og það er spurning hvað verður um hann.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara dagsins, og þar fyrir neðan er stöðutaflan í deildinni en það gæti tekið hana tíma að uppfæra sig.

Alaves 4 - 2 Granada CF
1-0 Pere Pons ('8 )
2-0 Florian Lejeune ('21 )
2-1 Jorge Molina ('31 )
2-2 Antonio Puertas ('63 )
3-2 Joselu ('67 )
4-2 Luis Rioja ('72 )

Athletic 0 - 1 Real Madrid
0-1 Nacho ('68 )

Atletico Madrid 2 - 1 Osasuna
0-1 Ante Budimir ('75)
1-1 Renan Lodi ('82)
2-1 Luis Suarez ('88)

Barcelona 1 - 2 Celta
1-0 Lionel Andres Messi ('28 )
1-1 Santi Mina ('38 )
1-2 Santi Mina ('89 )

Betis 1 - 0 Huesca
1-0 Borja Iglesias ('57 , víti)

Getafe 2 - 1 Levante
1-0 Carles Alena ('13 )
1-1 Gonzalo Melero ('30 )
2-1 Takefusa Kubo ('84 )
Rautt spjald: David Timor, Getafe ('90)

Cadiz 1 - 3 Elche
1-0 Jose Mari ('15 , víti)
1-1 Pere Milla ('58 )
1-2 Diego Gonzalez ('64 )
1-3 Fidel ('88 )

Real Sociedad 4 - 1 Valladolid
1-0 Alexander Isak ('6 )
2-0 Alexander Isak ('16 )
3-0 David Silva ('28 )
4-0 Adnan Januzaj ('35 )
4-1 Andre Marcos ('82 )
Rautt spjald: Roberto, Valladolid ('71)

Valencia 4 - 1 Eibar
1-0 Goncalo Guedes ('3 )
2-0 Carlos Soler ('19 )
3-0 Carlos Soler ('30 )
3-1 Bryan Salvatierra ('39 )
4-1 Goncalo Guedes ('49 )

Villarreal 4 - 0 Sevilla
1-0 Carlos Bacca ('34 )
2-0 Carlos Bacca ('47 )
3-0 Gerard Moreno ('66 )
4-0 Carlos Bacca ('79 )
Rautt spjald: Diego Carlos, Sevilla ('52)
Athugasemdir
banner
banner
banner