Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: RB Leipzig kom til baka eftir vondan fyrri hálfleik
Leipzig er í öðru sæti.
Leipzig er í öðru sæti.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 2 - 2 Wolfsburg
0-1 Maximilian Philipp ('12 )
0-2 Maximilian Philipp ('45 )
1-2 Justin Kluivert ('51 )
2-2 Marcel Sabitzer ('78 , víti)

RB Leipzig og Wolfsburg skildu jöfn í síðari leik dagsins í deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Wolfsburg komst í 0-2 í fyrri hálfleik og var staðan þannig þegar flautað var til leikhlés.

Lærisveinar Julian Nagelsmann - sem verður stjóri Bayern á næstu leiktíð - mættu áræðnari í seinni hálfleikinn. Justin Kluivert minnkaði muninn á 51. mínútu og Marcel Sabitzer jafnaði metin á 78. mínútu úr vítaspyrnu.

Fleiri urðu mörkin ekki í þessum frekar jafna leik, leik tveggja hálfleika. RB Leipzig er í öðru sæti og Wolfsburg í fjórða sæti. Bæði lið eru á leið í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Önnur úrslit í dag:
Þýskaland: Dortmund í Meistaradeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner