Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. maí 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Skallamark eftir hornspyrnu á svona 98. mínútu
Inter er með tveggja marka forystu fyrir leik kvöldsins.
Inter er með tveggja marka forystu fyrir leik kvöldsins.
Mynd: EPA
Siggi Höskulds og Dóri Árna spá í spilin.
Siggi Höskulds og Dóri Árna spá í spilin.
Mynd: Úr einkasafni
Enginn í spákeppni Fótbolta.net í Meistaradeildinni var með rétt úrslit þegar AC Milan og Inter áttust við í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar síðasta miðvikudag.

Fyrri leikurinn endaði með 0-2 sigri Inter en liðin eigast við í seinni leiknum í kvöld. Hvaða lið fer í úrslit?

Halldór Árnason

Inter 1 - 1 AC Milan
Það er freistandi að spá AC mönnum sigri og spennandi leik, en því miður er í raun ekkert sem bendir til þess.

Inter hefur unnið allar þrjár viðureignar liðanna á tímabilinu, hafa unnið 7 leiki í röð og fá varla mark á sig á heimavelli.

Á sama tíma hafa Milan tapað tveimur leikjum í röð, nú síðast gegn Spezia og eru bara því miður ekki sannfærandi.

Inter fer því áfram og verður síðasta hindrun Manchester City í að ná loksins í þann stóra.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Inter 2 - 1 AC Milan
Inter er með veglegt forskot fyrir leik kvöldsins og hefði jafnvel átt að vinna fyrri leikinn stærra. Virðast vera á góðum stað með sinn leik á meðan AC er að hökta. Sé bara ekki hvernig AC á að koma til baka. Inter lokar þessu einvígi nokkuð þægilega í kvöld.

Fótbolti.net spáir - Haraldur Örn Haraldsson

Inter 1 - 2 AC Milan
AC Milan á eftir að svara nokkuð vel fyrir sig með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Diaz skorar fyrra og goðsögnin Giroud skorar seinna. Seinni hálfleikurinn verður klassísk ítölsk barátta þar sem liðin standa jöfn og enginn þorir að gera neitt þangað til í lok leiks þegar allt stefnir í framlengingu. Þá rís Edin Dzeko hæst og bombar inn skallamarki eftir hornspyrnu á svona 98. mínútu.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 25
SIgurður Heiðar Höskuldsson - 16
Halldór Árnason - 16

Sjá einnig:
Meistaradeildin í dag - Milan þarf að snúa þessu við
Athugasemdir
banner
banner