Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. maí 2023 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Inter og Milan: Leao og Messias á köntunum
Mynd: EPA

Inter og AC Milan eigast við í nágrannaslag í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og leiða heimamenn í Inter með tveggja marka forystu.


Seinni leikurinn fer fram í kvöld og hafa byrjunarlið beggja liða verið staðfest, þar sem Simone Inzaghi þjálfari Inter gerir enga breytingu á liðinu sem vann fyrri leikinn. 

Edin Dzeko leiðir áfram sóknarlínuna ásamt Lautaro Martinez, með Romelu Lukaku á bekknum. Þá byrja Henrikh Mkhitaryan og Hakan Calhanoglu á miðjunni ásamt hinum öfluga Nicoló Barella.

Stefano Pioli gerir þrjár breytingar frá tapinu í fyrri leiknum, þar sem stjörnuleikmaður Milan kemur inn á vinstri kantinn. Rafael Leao byrjar vinstra megin og þá byrjar Junior Messias á hægri kanti. Þeir koma inn í byrjunarliðið fyrir Alexis Saelemaekers og Ismael Bennacer.

Hinn efnilegi Malick Thiaw byrjar þá í varnarlínunni í stað dönsku kempunnar Simon Kjær, sem þarf að sætta sig við sæti á bekknum.

Milan þarf þriggja marka sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Tveggja marka sigur nægir til að láta framlengja viðureignina.

Inter: Onana; Darmian, Acerbi, Bastoni; Dumfries, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Lautaro, Dzeko
Varamenn: Handanovic, Cordaz, Gagliardini, De Vrij, Gosens, Correa, Bellanova, Asllani, D'Ambrosio, Stankovic, Brozovic, Lukaku 

AC Milan: Maignan; Calabria, Thiaw, Tomori, T.Hernandez; Krunic, Tonali, Brahim; Messias, Giroud, Leao
Varamenn: Mirante, Nava, Ballo, Rebic, Kalulu, Kjaer, Florenzi, Origi, Pobega, Gabbia, Saelemaekers, De Ketelaere


Athugasemdir
banner
banner