Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. maí 2023 15:32
Elvar Geir Magnússon
Elías Ingi segir mótmæli leikmanna ekki hafa haft áhrif á sig - „Afgreiðslan átti að vera betri“
Lengjudeildin
Leikmenn ræða við Elías Inga dómara.
Leikmenn ræða við Elías Inga dómara.
Mynd: Raggi Óla
Dómaranefnd KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks í leik Aftureldingar og Þórs. Elías Ingi Árnason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu á Aftureldingu en dró dóminn til baka.

Atvikið vakti talsverða umræðu en Þorlákur Árnason þjálfari Þórs taldi að mótmæli leikmanna Aftureldingar hefðu haft þau áhrif að Elías skipti um skoðun.

„Dómaranefnd KSÍ hefur farið yfir það atvik sem átti sér stað í leik Aftureldingar og Þórs þann 12.05 sl. með dómara leiksins Elíasi Inga, sem dæmir þá vítaspyrnu á Aftureldingu en breytir svo dómi sínum í markspyrnu," segir í yfirlýsingu dómaranefndar.

„Elías Ingi var strax sannfærður um að hann hefði tekið ranga ákvörðun og getur dómari samkvæmt knattspyrnulögunum breytt sinni ákvörðun hafi leikur ekki hafist að nýju."

„Elías Ingi og dómaranefnd KSÍ eru sammála því að afgreiðslan á þessu atviki hefði átt að vera betri. Elías Ingi vill þó taka það skýrt fram að það voru ekki mótmæli leikmanna Aftureldingar sem höfðu áhrif á hann heldur var hann einfaldlega að ræða við sína aðstoðarmenn um hvernig þeir ættu að hefja leik að nýju með réttri ákvörðun."

„Dómaranefnd vill ítreka að það hvernig að þessu var staðið eftir að vítið var dæmt er ekki nógu gott og er eitthvað sem þarf að draga lærdóm af og gera betur í framtíðinni."

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið umtalaða - „Verðum að fá að heyra hvað gerðist"
Athugasemdir
banner
banner
banner