þri 16. maí 2023 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjálpar Amad Sunderland í úrslitaleikinn?
Mynd: Getty Images
Luton og Sunderland mætast í seinni undanúrslitaleik sínum í Championship umspilinu í kvöld. Sunderland leiðir einvígið 2-1 eftir sigur í fyrri leiknum á sínum heimavelli.

Leikurinn í kvöld fer fram á Kennilworth Road í Luton og hefst klukkan 19:00. Luton hefur aldrei verið í úrvalsdeildinni en liðið féll úr efstu deild tímabilið áður en úrvalsdeildin var stofnuð. Sunderland féll úr úrvalsdeildinni vorið 2017, fór alla leið niður í C-deildina en reynir nú að komast aftur í efstu deild.

Fyrri leikurinn fór fram á laugardag og voru það þeir Amad Diallo og Trai Hume sem skoruðu mörk Sunderland eftir að Elijah Adebayo kom Luton yfir snemma leiks.

Amad er lánsmaður frá Manchester United og sagði Erik ten Hag, stjóri United, að framtíð Amad væri hjá United.

Markið sem hann skoraði, beint úr aukaspyrnu, má sjá hér að neðan. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Coventry og Middlesbrough. Fyrri leikurinn þar endaði með markalausu jafntefli og mætast þau í seinni leiknum annað kvöld. Úrslitaleikurinn fer svo fram á Wembley þann 27. maí.

Leikurinn í kvöld er í beinni útsendingu á Viaplay.


Enski boltinn - Blessun í dulargervi
Athugasemdir
banner
banner
banner