Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. maí 2023 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Jassim með endurbætt tilboð í Man Utd
Mynd: Jassim Bin Hamad Al Thani

BBC greinir frá því að Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani sé búinn að gera endurbætt kauptilboð í Manchester United.


Þetta gerði hann í kjölfar viðræðna við Raine Group, sem er með umsjón yfir eigendaskiptunum.

Jassim og Sir Jim Ratcliffe eru að keppast um að kaupa Man Utd af Glazer fjölskyldunni og eru samningsviðræður í fullum gangi.

Nýtt tilboð Jassim er risastórt. Hann vill kaupa 100% hlut í félaginu og myndi um leið borga upp allar skuldir félagsins. Hann myndi auk þess stofna nýjan sjóð sem yrði eingöngu notaður til að stuðla að uppbyggingu nærumhverfisins í Manchester.

Heildarskuldir Man Utd eru rétt tæpur milljarður punda.

Til samanburðar gerði Ratcliffe upprunalegt tilboð í 69% hlut í Man Utd, sem er allur hlutur Glazer fjölskyldunnar, en er að íhuga að lækka tilboðið niður í 50% hlut til að leyfa Glazer að hafa áfram einhver völd innan félagsins.

Glazer fjölskyldan keypti Man Utd fyrir 790 milljónir punda árið 2005 og metur félagið á bilinu 5 til 6 milljarða punda.

Sjá einnig:
Avram Glazer yfirgaf hótel í eigu föður Sjeik Jassim


Athugasemdir
banner
banner