Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. maí 2023 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen að kaupa Granit Xhaka fyrir 15 milljónir
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að þýska félagið Bayer Leverkusen er að ganga frá kaupum á Granit Xhaka, þrítugum miðjumanni Arsenal.


Xhaka hefur spilað rétt tæpa 300 keppnisleiki á sjö árum hjá Arsenal og var um hríð fyrirliði félagsins.

Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur á miðju liðsins undanfarin misseri en virðist nú vera á förum frá félaginu.

Mikel Arteta hefur sagt í viðtölum að hann hafi miklar mætur á Xhaka og vilji halda honum, en stjórnendur félagsins virðast ekki vera á sama máli.

Romano greinir frá því að Leverkusen mun borga um 15 milljónir evra fyrir Xhaka og gefa honum fjögurra ára samning.

Xhaka á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal, en í honum er ákvæði sem félagið getur virkjað til að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.


Athugasemdir
banner