þri 16. maí 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd mætir Lyon á rúgbíleikvangi í sumar
Taktar úr landsleik Argentínu og Skotlands á vellinum.
Taktar úr landsleik Argentínu og Skotlands á vellinum.
Mynd: EPA
Manchester United mun mæta franska liðinu Lyon í æfingaleik í Edinborg í júlí. Leikurinn fer fram 19. júlí og í kjölfarið fer svo Manchester United í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Leikurinn fer fram á Murrayfield leikvanginum sem er heimavöllur skoska rúgbílandsliðsins. Fótboltalið Hearts fékk að nota völlinn á sínum tíma á meðan verið var að breyta þeirra heimavelli.

Síðasti stóri fótboltaleikur sem fram fór á vellinum var æfingaleikur Liverpool og Napoli sumarið 2019. Þá mættu ríflega 65 þúsund manns á völlinn sem tekur 67 þúsund manns.

Beyonce, Harry Styles og Bruce Springsteen munu öll hadla tónleika á leikvanginum í sumar.

Síðast mættust Man Utd og Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2008. United vann það einvígi 2-1 og endaði á því að vinna Meistaradeildina um vorið.
Athugasemdir
banner
banner