Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. maí 2023 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Sigur hjá Rosenborg - Birkir og félagar með endurkomusigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Viking

Það var mikið um að vera í norska boltanum í dag og nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins.


Í efstu deild var Kristall Máni Ingason í byrjunarliði Rosenborg sem vann 1-0 sigur á Haugesund, en þetta var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu.

Brynjar Ingi Bjarnason byrjaði í 3-0 tapi Ham-Kam gegn Vålerenga á meðan Birkir Bjarnason og Patrik Sigurður Gunnarsson spiluðu í frábærum endurkomusigri Viking gegn Odd.

Birki Bjarnasyni var skipt inn í hálfleik í stöðunni 0-2 og urðu lokatölur 3-2 eftir frábæran seinni hálfleik.

Ari Leifsson var að lokum ónotaður varamaður hjá Strömsgodset og Hilmir Rafn Mikaelsson meiddur og því ekki í hópi hjá Tromsö.

Í B-deildinni lék Júlíus Magnússon allan leikinn á miðjunni í sigri Fredrikstad gegn KFUM Oslo, sem fleytir liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar.

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru í byrjunarliði Sogndal sem lagði Hödd að velli. Sogndal trónir á toppi deildarinnar, með eins stigs forystu eftir átta umferðir. 

Arnar Þór Guðjónsson byrjaði að lokum í 3-0 tapi Raufoss gegn Mjondalen.

Rosenborg 1 - 0 Haugesund

Valerenga 3 - 0 Ham-Kam

Viking 3 - 2 Odd

Stromsgodset 1 - 0 Sandefjord

Tromso 2 - 3 Bodo/Glimt

Fredrikstad 1 - 0 KFUM Oslo

Sogndal 1 - 0 Hödd

Mjondalen 3 - 0 Raufoss

Rúnar Alex Rúnarsson átti þá slæman leik er Alanyaspor tapaði heimaleik gegn Konyaspor í tyrknesku deildinni.

Konyaspor vann leikinn 0-3 eftir að hafa aðeins átt fjórar marktilraunir sem hæfðu rammann.

Alanyaspor siglir lygnan sjó um miðja deild, með 38 stig úr 33 leikjum.

Í sænsku B-deildinni gerði Íslendingalið Örebro markalaust jafntefli við Örgryte.

Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliðinu og kom Valgeir Valgeirsson inn af bekknum.

Alanyaspor 0 - 3 Konyaspor

Orebro 0 - 0 Orgryte



Athugasemdir
banner
banner